Saga - 1971, Qupperneq 26
24
JÓN STEFF-ENSEN
heldr at upphafi til en höggvask í mitt mál, enda eru svá
allar vitrar þjóðir, at vita vilja upphaf sinna landsbyggða
eða hvers(u) hvergi til hefjask eða kynslóðir“. (ísl. fornr.
I, 336nm). Jón Jóhannesson (Gerðir Landnámu 203-207)
hefur fært gild rök fyrir því, að þessi eftirmáli sé forn,
sennilega úr Styrmisbók. Það er ástæðulaust að ætla ann-
að en eftirmálinn skýri rétt frá því, að ein af ástæðunum
fyrir því, að bókin var skráð, sé sú að veita landsmönnum
réttar upplýsingar um ætt þeirra og uppruna, meðal ann-
ars til þess að geta með rökum svarað brigzlyrðum erlendra
manna um, að Islendingar séu komnir af þrælum og ill-
mennum. Af þessu mætti álykta, að það hafi verið nokkuð
almennt álit í þeim löndum, sem Islendingar áttu mest
skipti við þá, vafalaust fyrst og fremst í Noregi, að tals-
vert þrælablóð hafi verið í þeim. Haldbeztu rökin gegn slík-
um ásökunum hafa eflaust reynzt þau að geta rakið ættir
sínar til þekktra norskra ætta, og er líklegt, að Landnáma
beri þess nokkur merki. Það þarf þó ekki að vera ástæðan
til þess, að ættir landnámsmanna eru aðallega raktar til
Noregs; ef norskir víkingar hafa stjórnað landnámi ls-
lands, þá myndi sú einnig hafa orðið raunin á, að hætti
ættfræðinga, að rekja ættir til sem víðkunnastra manna.
Þessi atriði verður að hafa í huga við mat á heimildargildi
Landnámu um ættir landnemanna og þjóðerni þeirra.
Það er dálítið breytilegt, hvað landnámsmennirnir eru
taldir margir, enda matsatriði um suma þeirra, hvort þeir
eigi að fylla þann flokk eða eigi. Jón Jóhannesson segir: „I
Landnámabók eru taldir um 317 menn, sem námu land, og
eru þá meðtaldir þeir, sem námu land í landnámi annarra.
En um 100 manns eru nefndir, sem þágu land að gjöL
keyptu það eða fengu með öðrum hætti. Þeir eru oft einn-
ig kallaðir landnámsmenn" (Isl. saga I, 1956, 37). Hér eru
aðeins taldir þeir, sem eignuðust land, en séu meðtaldir
allir úr fylgdarliði þeirra, sem Landnámabók getur um, þ-
e. eiginkonur, húskarlar, þrælar og ambáttir, og einnig'
gert ráð fyrir, að helmingur barna þess fólks, sem kom 1