Saga - 1971, Síða 27
TÖLFRÆÐILEGT MAT
25
hjónabandi til landsins, hafi fæðzt erlendis, þá verSur
heildarfjöldi þessara innflytjenda rétt um 1000, að tali Guð-
rnundar Hannessonar (1925). Hann flokkar þá eftir lönd-
um og héruðum, sem þeir eru ættaðir úr, og ennfremur
eftir sýslum, sem landnám þeirra var í, og birtir niður-
stöðu þessarar flokkunar í töflu á bls. 8 í riti sínu. Við at-
hugun á þessari töflu þá kemur í ljós, að Guðmundur notar
ofantalda aðferð ættfræðinga við að segja deili á fólki,
þannig telur hann t. d. meðal landnema í Kjósarsýslu 11
ur Sogni í Noregi, en enga úr Suðureyjum. Þetta fólk úr
Sogni mun vera sonarsynir Bjarnar bunu, hersis úr Sogni,
þeir Helgi bjóla, Þórður skeggi og Örlygur gamli, ásamt
íylgdarliði þeirra. En allt þetta fólk var búsett í Suður-
eyjum og hafði þar tekið kristna trú, áður en það fluttist
til Islands. Mér þykir hæpið að gera ráð fyrir, að svo náin
hynni af íbúum Bretlandseyja, sem leiddu til upptöku nýs
siðar, hafi ekki einnig leitt til blóðblöndunar, enda tekur
Landnáma það fram, að Þórður skeggi hafi verið kvæntur
Vilborgu Ósvaldsdóttur konungs og Úlfrúnar dóttur Ját-
uiundar Englakonungs. Á sama hátt er Helgi hinn magri,
Sem nam Eyjaf jörð, sýnilega talinn gauzkur, en engir land-
nemar frá Bretlandseyjum eru taldir í Eyjafjarðarsýslu.
Helgi
var fæddur og uppalinn á Bretlandseyjum og átti
u’ska móður, en faðir hans var gauzkur. Helgi ætti þá að
taarast að hálfu sem norrænn og að hálfu sem írskur, en
^örn hans, sem áttu norræna móður að % norræn og %
lrsk, ef áhugi er á hinni líffræðilegu hlið málsins. Enn-
fremur eru í Dalasýslu taldir 17 innflytjendur frá Kata-
llesi á Skotlandi, vafalaust Auður djúpúðga og fylgdarlið
hennar, en ekki get ég fundið, að svo margir Skotar hafi
verið í þeim hópi, enda flestir ættmenn Auðar. 1 Gull-
bringusýslu eru 12 landnemar taldir úr Firðafylki í Noregi,
en engir frá Bretlandseyjum, það er því auðsætt, að tveir
Þi’ælar og ambátt Ingólfs Arnarsonar eru talin eins og
hann úr Fjörðunum, enda var það skoðun Guðmundar
Hannessonar, að fylgdarlið landnámsmannsins sé yfirleitt