Saga - 1971, Qupperneq 28
26
JÓN STEFFENSEN
úr sama héraði og hann sjálfur. Þetta mun alla jafna eiga
við um frjálsborna menn, en fráleitt um þræla, þá er yfir-
leitt ekki um samlanda að ræða.
Nú segir Landnámabók æði oft frá landnámi á þennan
veg: „Sveinungr ok Kolli námu víkr þær, er við þá eru
kenndar, Sveinungsvík ok Kollavík" (Isl. fornr. I, 287),
eða „Björn hét maðr, er nam Bjarnarfjörð" (Isl. fornr. I,
199). Hér er ekkert látið uppi um þjóðerni landnemanna
né heldur, hvaðan þeir komu til Islands, og það sem verra
er, maður fær grun um, að nöfn þessara manna séu get-
gátur einar út frá örnefnunum, sem höfundur Landnámu
hefur þekkt. Þeir landnemar, sem þannig stendur á, verða
að teljast vafasamir, og færi bezt á að hafa þá sér í flokki.
I töflu Guðmundar Hannessonar er enginn slíkur flokkur,
hann telur alla innflytjendur til ákveðinna heimkynna, en
það er ekki gerlegt á annan veg en að álykta út frá nöfn-
unum; sé það norrænt, telur hann heimkynni landnemans
Noreg, ekki nánar tilgreint, eða Bretlandseyjar ekki nánar
tilgreint, sé nafnið keltneskt. Guðmundur Hannesson grein-
ir ekki frá þessu í riti sínu, og því mætti ætla af töflunni,
að upplýsingar Landnámu væru mun fyllri en raun ber
vitni. Þessi dæmi nægja til þess að sýna, í hverju þess-
um Landnámurannsóknum er áfátt, þegar mæla á frásagn-
ir hennar á líffræðilegan kvarða og þá alveg burt séð frá
því, hvert sagnfræðilegt heimildargildi bókarinnar er.
Við mat á ætterni landnámsmanna og frá hvaða landi
þeir komu hef ég farið að sem hér segir í rannsókn minni
á Landnámu: Taldir eru allir þeir, sem sagðir eru hafa
numið land, þegið það að gjöf, keypt eða öðlazt með öðrum
hætti. Ennfremur eiginkonur þeirra, sem örugglega voru
orðnar það fyrir landnámsferðina, en engin börn landnema
önnur en þau, sem jafnframt voru sjálfstæðir landnáms-
menn. Þetta reyndust 450 menn, og skipa ég þeim í þrja
hópa, þá sem hófu landnámsferðina frá Noregi (eða komu
í fyrstu frá Svíþjóð og Danmörku), Bretlandseyjum og þá,
sem ekki er getið, hvaðan þeir komu. I þessu efni er farið