Saga - 1971, Page 32
30
JÓN STEFFENSEN
staðar reynzt eyður í landnámin umhverfis landið, þá hefur
hugurinn aðallega beinzt að karlmönnum við þá eyðufyh-
ingu, og má vera, að örnefni hafi þá komið í góðar þarfir.
Einnig mun lítil leit hafa verið gerð að hugsanlegri eigin-
konu landnámsmanns.
Annað þýðingarmikið atriði kemur fram í töflu 2, en
það er, að hlutfallslega fleiri konur en karlar eru keltnesk-
ar og komnar frá Bretlandseyjum til Islands. Eðlileg skýr-
ing á þessu atriði er, að þorri þeirra, sem fóru í víking,
gerði það á unga aldri, áður en þeir voru búnir að festa
ráð sitt, svo margir settust að á Bretlandseyjum og kvong-
uðust þar, áður en þeir gerðust landnámsmenn á Islandi.
Þessarar sérstöðu konunnar meðal landnemanna verður að
taka tillit til við mat á gildi þeirra fyrir þjóðernahlutföll
í hinni nýsköpuðu íslenzku þjóð.
í töflu 2 er kunnugt um 158 karla og 39 konur, bæði
hvaðan þetta fólk kom og um þjóðerni þess. Ef nú væri
gert ráð fyrir, að þessi hópur skiptist jafnt niður á kynin,
sem væntanlega mun ekki f jarri því, sem raunverulega hef-
ur verið innan fyrirliðahópsins, og að dreifingin á lönd og
þjóðerni væri í sömu hlutföllum og í töflu 2 (a, b/1,2, 5, 6),
þá yrði útkoman eins og tafla 3 sýnir. En þar kemur vel
fram sá mikli munur, sem er á magni keltnesks blóðs í
landnemahópum frá Noregi og Bretlandseyjum, þegar fullt
tillit er tekið til kvennanna. Það eru aftur ekki nema lið-
lega 30% þessa hóps, sem fluttust frá Bretlandseyjum til
Islands, og þá ekki nema 13,6% af honum Keltar, svo langt
sem þessar beinu upplýsingar Landnámabókar ná.
Nú hefur þegar komið fram, að um 230 eða 52,6% hinna
437 landnámsmanna og kvenna í töflu 2 er ekki vitað, fra
hvaða landi þeir komu, og vaknar þá sú spurning, hvernig
réttast sé að fara með þann hóp. Það mætti hugsa sér, a^
hann skiptist á sama veg og þekkti hópurinn í töflu 3 og
hefði þá engin áhrif til breytinga á henni. Nokkur rök eru
þó fyrir því, að það sé ekki rétta leiðin, því eins og koin
fram í tveim fyrstu töflunum, þá voru mun ófullkomnarl