Saga - 1971, Blaðsíða 35
TÖLFRÆÐILEGT MAT 33
komizt í þrældóm vegna fátæktar, en varla mun skeika
miklu, þó gert sé ráð fyrir, að allir þrælar, sem til lands-
lns fluttust á landnámsöld, hafi verið keltneskir. Meira
vundamál er að gizka á fjölda þeirra. Forn norsk lög mæla
svo fyrir, að á meðalbúi skulu vera 3 þrælar, og færri hafa
ttaurnast komið á hvern landnámsmann. Ef reiknað er með
að á hverju landnámsfari hafi að jafnaði verið 25 menn,
Sem myndi svara til eins stórbús eða tveggja minni, þá
Vlrðist ekki fjarri lagi að reikna með allt að 5 þrælum og
ambáttum í þeirri tölu.
Meiri hluti innflytjendanna hefur verið húskarlar og
annað frjálsborið vinnufólk, en um þetta fólk er Landnáma
Sagnafá. Sú heildarmynd, sem hún gefur af þessu fólki,
ei> að það hafi verið mjög nákomið fyrirliðanum og af
, °nurn valið, og flestir karlanna verið með honum í víking,
aður en farið var í landnámsförina. Af Landnámu verður
ki ráðið annað en að þjóðasamsetning þessa frjálsborna
Vlnnufólks hafi verið sú sama og meðal landnámsmann-
anila- Ég tel ekki koma til greina, að meiri hluti þeirra,
6l' Þeir fluttu til landsins, hafi verið herleitt fólk, og flutt
nauðugt frá heimkynnum sínum. Það var allt of varhuga-
Veiður farmur að flytja í jafn óvissa og erfiða ferð og
land:
Var
namið hefur verið. Ég held því, að talan, sem stungið
g„ UPP á, 5 þrælar og ambáttir á móti 20 frjálsbornum,
„nserri hámarkstala. Niðurstaðan verður þá, að vilji menn
a sér heildarmyndar af þjóðasamsetningi innflytjend-
mUa á grundvelli Landnámu, þá verði hún næst réttu lagi
afVvi að gefa ráð fyrir 20% þræla, sem allir hafi verið
sk' e^nesiíu þjóðerni, og 80% frjálsborinna manna, sem
nptast eftir þjóðerni samkvæmt töflu 3.
3