Saga - 1971, Síða 36
34
JÓN STEFFENSEN
TAFLA 4.
Fyrri helmingur töflu 4, sem er unninn eins og að ofan
segir, gefur þá útkomu, að 69,1% innflytjendanna á land-
námsöld hafi verið norrænir menn, en 30,9 % Keltar. I síð-
ari helmingi töflunnar er gert ráð fyrir, að allir þeir land-
námsmenn, sem Landnáma getur ekki um, hvaðan þeir
komu, hafi komið frá Bretlandseyjum. Þá fæst hugsan-
legt hámark keltneskra innflytjenda, sem er 40,7%. Nið-
urstaðan af þessum athugunum verður, að milli 30,9% og
40,7% flytjendanna hafi verið keltneskir, og er þá raun-
verulega átt við ekki-norrænir. Með því að breyta hlutfalh
milli þræla og frjálsborinna innflytjenda verða tilsvarandi
sveiflur í hlutfalli keltnesks blóðs meðal innflytjenda.
Minnst gæti það orðið 13,6%, ef engir þrælar væru, og og
held, að meira en 50% keltneskt blóð sé ekki unnt að
teygja út úr frásögn Landnámu.
Þær líffræðilegu rannsóknir, sem ég veit um, eru engar
það óyggjandi, hvað rétta túlkun niðurstaðna snertir, að
þær geti hnekkt þeim niðurstöðum Landnámabókar um
þjóðerni innflytjenda, sem hér hefur verið gerð grein fyrir'
En eru þá nokkur tök á að sannprófa sannleiksgildi henn-
ar?
Bezta leiðin til þess er að gera samanburð á frásög11
Landnámu við þá sögu, er víkingaaldarmunir af vestrsen-
um uppruna fundnir í norskri mold hafa að segja. Me
þetta fyrir augum hef ég flokkað landnemana eftir því, ur
hvaða héraði Noregs þeir eða forfeður þeirra eru sagðir
ættaðir án tillits til þess, hvaðan landneminn sjálfur ho
landnámsförina eða hvort hann var alnorrænn. Það er
í því efni farið samkvæmt aðferð ættfræðinga og ^ra
hins fróða, og mun sá háttur gefa bezta upplýsingar uiu»
hvaðan úr Noregi víkingaferðir í Vesturveg voru ao
lega stundaðar. Til samanburðar eru svo teknir vestræu1