Saga - 1971, Page 42
Magnús Már Lárusson:
Á höfudbólum landsins
Ritgerðir þessar fjalla um nokkra merkisþætti íslenzkrar hagsögu:
fasteignina, höfuðbólið, stöðu þess í samfélaginu og skattheimtuna.
Hér verða fundin rök fyrir því, að sérstök gerð óðalsréttar hafi tíðkazt
frá upphafi á Islandi (samanber einnig Kulturhistorisk Leksikon, XII>
499—502), en fræðimenn hafa löngum svarið fyrir allan slíkan rétt hér-
lendis nema helzt Benedikt Gíslason frá Hofteigi. I Eiðasögu sinni 1958
setur hann fram merkar athuganir á Staðamálum, hefðarrétti manna
til jarðeigna og hefðarættum. Islenzk saga hefur löngum verið nátengd
því, sem gerðist á Norðurlöndum, einkum í Noregi fram á 15. öld. Á
13. öld ryður sér til rúms norsk-íslenzk útgáfa lénskra stjórnar-
hátta, og erfðaaðall eflist í skjóli konungsvaldsins, eins og rakið er
hér á eftir. Þá verður sýnt með glöggum dæmum, hvernig höfuð-
bólið er grundvöllur ættarinnar og þar með ættfræðinnar og ráðn-
ar nokkrar gátur þeirrar fjölþættu fræðigreinar. Hérlendis hjarði
miðaldaskipan á fjölmörgum sviðum fram á 19. öld og jafnvel fram
yfir aldamótin 1900. Þannig hélzt margt ævafornt i islenzkri skatt-
heimtu fram á þessa öld, en í þessu riti er fyrst gerð heildargrein
fyrir þeim málum. Ritgerðin: Skattar og gjöld við upphaf 19. aldar —-
er ekki tæmandi greinargerð um íslenzka skattheimtu fyrir 1900,
heldur er þar stiklað á stóru, aðalatriðin dregin fram, en hin end-
anlega ritgerð um þau efni bíður betri tíma, þegar drottning húm-
anískra fræða fagnar fjölmennari sveit Islendinga við hirð sína en
þangað er ráðin i dag. Magnús Már Láruson, höfundur þáttanna, er
fjölskyggnasti rýnandi íslenzkrar sögu á þessari öld. Hér gerir hann
m. a. grein fyrir fornum íslenzkum jarðabókum eða fasteignamati
og jarðabókarsjóðnum. Það er frumrannsókn á þessu sviði, en Björn
Láruson, bróðir Magnúsar, birti mikið rit í Lundi I Svíþjóð 1961-
Um elztu islenzku jarðabækurnar; The Old Icelandie Land Registers.
Flestar fjalla ritgerðirnar um efni, sem nægja mundi i bækur þykkari
en þessi er. Þær voru fyrst samdar 1965—66 til flutnings í útvarpi og
engar meginbreytingar hafa verið gerðar á þeim siðan. Hér er ÞVI
sjaldnast að leita málalenginga og mikilla rökræðna um málin, held-
ur knapprar framsetningar og eflaust þurrar að ýmissa dómi. Þetta
atriði er útgefanda að kenna, en ekki höfundi. Ritgerðirnar hafa
verið teknar til birtingar eins og þær lágu fyrir, af því að þær flytla
merkar rannsóknir á mikilvægum sviðum íslenzkrar sögu og máttu
ekki liggja lengur í handraðanum.
Kópavogi 1. febrúar 1971.
Björn Þorsteinsson.