Saga - 1971, Blaðsíða 44
42
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
hafa þá búana til kvadda, er dóminum heldur upp, viku
fyrir dóminn eða meira mæli. — (Grg. II, 226, sbr. I
b 150). — Að vísu er svo, að efni þessara tveggja laga-
staða nægir til umræðu í töluvert löngu máli. Hér skal
aðeins undirstrikað, að enginn vafi leiki á, að landnáms-
menn — og þeirra afkomendur hér — hafi þekkt kíffl
óðalsréttarins og aðalkjarna. Er ég því á öndverðum meiði
við marga mér meiri fræðimenn, sem hafa haldið þvi
fram, að óðalsrétturinn hafi ekki þekktur verið á þjóð-
veldisöld. Tilgangurinn, sem leynist í áðurnefndum til-
vitnunum, er sá að halda utan um stórgózið, aðalfasteign
ættarinnar, og mætti nefna það latifundium á latínu,
meðan eigi er mér þekkt íslenzkt heiti, sem að fullu nser
merkingu þeirri, er leynist í hinu latneska.
Til fróðleiks má hér nefna, að lagamál Grágásar hefur
og komið fram í byggðasögu landsins í bæjarheitinu: Að-
alból í Hrafnkelsdal, svo dæmi eitt sé tekið.
Breytingin á stjórnskipun landsins 1262—64 leiddi
óhjákvæmilega til nýrrar lagasetningar og lauk með stað-
festingu Jónsbókar 1281, sem annars vegar er framhald
þróunar hins innlenda réttar — og liggur þar til grund-
vallar lögbók, sem stendur ótrúlega nærri texta Staðar-
hólsbókar, — og hins vegar Nýrri landslög Magnúss kon-
ungs lagabætis, sem mynda m. a. grundvöll ákvæða stjórn-
arfarslegs eðlis. 1 Kvennagiftingum Jónsbókar, 7. kapítula,
er tekið upp ákvæði landslaganna norsku (V-7-13)-
Með því er innleitt í erfðaréttinn íslenzka hugtakið höfuð'
ból á þá lund, að eigi faðir jarðir, fái synir höfuðból að
erfðum, en dætur útjarðir eða lausa aura, sé engin jörð-
Til hliðsjónar við þetta ákvæði lögbókarinnar hafa lagu-
menn á miðöldum haft 6. grein svonefndrar réttarbótai
frá 1280 í textagerðinni B (DI II, 220). Hér skal svo-
nefndur óðalskapítuli Jónsbókar ekki ræddur.
Tilgangur ákvæðis Jónsbókar er auðvitað sá að halda
höndum um aðalfasteign ættarinnar, að eigi fari úrættis-
Hins vegar er eigi til nánari skilgreining á hugtökuu-