Saga - 1971, Síða 45
A HÖFUÐBÓLUM LANDSINS
43
um höfuðból og útjörð frá hendi manns, sem uppi væri á
miðöldum, að því er ég veit bezt. Það verður því að reyna
að lesa úr gögnum miðalda til þess að komast sem næst
^Vl> sem álíta megi rétt.
I gjafabréfi Lofts ríka Guttormssonar frá 1430 (DI
405n) eru 17 jarðir nefndar höfuðból. Meðal þeirra
eru til að mynda Skarð á Skarðsströnd, Staðarhóll í Saur-
bæ og Möðruvellir í Eyjafirði, sem nútíminn mundi einn-
ig nefna höfuðból þrátt fyrir alla hugtakaskriðnun.
Sé jarðaskrá Guðmundar ríka Arasonar könnuð, mætti
Uefna Reykhóla sem höfuðból, er fylgdu 32 útjarðir, Núp
1 Dýrafirði með 32 útjörðum, Kaldaðarnes með 34 útjörð-
Um °g 3 eyðibýlum, Brjánslæk með 13 útjörðum, Saurbæ
a Rauðasandi með 16 útjörðum og Fell í Kollafirði með
útjörðum. Innstæðukúgildin voru samtals 788 hundruð á
landsvísu. Höfuðbólin sex, er nefnd voru, stóðu hvert í
hundruðum til tíundar, en Alviðra, sem lá undir Núpi,
Var í tíundarmati eitt hundrað hundraða lítið.
Nú verður að taka það skýrt fram, að höfuðbólið átti
ehki útjörðina, heldur var samband þeirra byggt á því,
að eigandi var sameiginlegur. Hver jörð fyrir sig var
Úgbýlisjörð. Hjáleigurnar höfðu aðra réttarstöðu en út-
J°rð höfuðbóls og voru einvörðungu skiki heimajarðarinn-
ar> lögbýlisjarðarinnar; og var meðferð eiganda heima-
■J arðar á hjáleigu engum sérstökum ákvæðum laga háð.
^ arfaskiptum frá 1544 (DI XI, 312, sbr. 358) sjáum
Við ekkjuna Kristínu Gottskálksdóttur biskups Nikulásar-
s°nar hljóta Bæ í Hrútafirði fyrir 60 hundruð, en erf-
mgjar aðrir hafi heimild til að leysa jörðina til sín innan
hriggja ára. Elzti sonurinn hlaut sem höfuðból Skarð í
ailgadal, sem nú er landsþekkt undir heitinu Geitaskarð,
.yrir 30 hundruð og 3 jarðir aðrar til samans fyrir 60
lundruð. Yngri sonur hlaut sem höfuðból Vík í Sæmund-
aihlíð fyrir lítið hundrað hundraða ásamt Valadal fyrir
hundruð. Enn fremur hlaut hann 20 hundruð í rekum.
ugsti sonurinn hlaut sem höfuðból Hof í Vatnsdal fyrir