Saga - 1971, Page 46
44
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
60 hundruð ásamt Bollastöðum fyrir 20 hundruð og
Brandagil fyrir 40 hundruð auk ónefndrar 20 hundraða
jarðar.
Frá 1479 (DI VI, 201) er varðveittur mikilvægur dóm-
ur um meðferð dánarbúa. Til greiðslu áhvílandi skulda á
fyrst að nota lausa aura, því næst útjarðir, og þegar allt
annað er þrotið og enginn annar lögeyrir er til, þá fyrst
má afhenda höfuðból. Hér ber að sama brunni og áður
var sagt um aðalból — höfuðból, að jörð þeirrar teg-
undar nýtur vissrar verndar. Dómurinn þessi kveður
svo á í lokin, að erfingja sé rétt að leysa til sín höfuð-
bólið, hafi hann fjárhagsgetu til þess.
Þessi vernd höfuðbóla var staðfest með opnu bréfi kon-
ungs 20. maí 1481, er heimilaði innlausnarrétt eiganda
eða erfingja höfuðbóls til 10 ára, hafi höfuðbólið verið
tekið af kirkjuvaldinu upp í skuld kirkjubónda við bænda-
kirkju sína.
Hin fornu höfuðból höfðu óumdeilanlega sérstaka réttar-
stöðu, og við getum nú í dag rakið mörg höfuðbólin með
útjörðum sínum sem fylgifé einstakra ætta og haft það
til hliðsjónar við aðrar heimildir ættfræðilegs eðlis, með-
an höfuðbólin ásamt útjörðum voru kjarni þess auðs, sem
til var á Islandi. Hitt skal skýrt tekið fram, að hér er
ekki um neitt séríslenzkt fyrirbrigði að ræða, heldur hið
sama og þekkt er um alla Evrópu. Hér stöðvast þróunin
hins vegar á vissu stigi og verða því hvorki greifadæmi
til né hliðstæðar stofnanir, þótt fasteignaauður hinna
þekktu ætta á 16. og 17. öld sé gífurlegur, jafnvel í sam-
anburði við eignir á velgengnisárum okkar nú. Nokkrai
heildartölur nægja til að sýna þetta fyrir töluglögga menn-
Jarðabækur landfógeta og rentukammers sýna, að heild-
arfasteignamat landsins er 88.477V3 hundrað um 1700. Af
þeirri tölu eru 75.274% hundruð í leiguábúð. Af mismun-
inum, sem er 18.202 V2 hundrað, eru um 9.000 hundraða
í eigu 16—17 sýslumanna landsins, en enginn varð þa
sýslumaður úr hópi hins ótínda almúga.