Saga - 1971, Qupperneq 48
46
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
þurfti að neyta við landabrigð og skuldadóm, að þ®r
héldist innan ættar. f fjölda Jónsbókarhandrita allt fi*á
miðri 14. öld finnst réttarbót Eiríks konungs um stefnu-
fall. Hún er að stofni til norsk réttarbót frá 1280, en '
hinni íslenzku gerð, sem prentuð er í fornbréfasafmnu i
2 gerðum, B og C, eru ýmis ákvæði, sem ekki er að finna
í A-gerðinni norsku. 1 B-gerðinni kemur fram mikilvægt
viðhorf til höfuðbólanna og fyllir hún ákvæði Kvennagift'
inga 7. Segir svo í 6. grein B-gerðar: „Frilluson hinn
elzti einn tekur höfuðból eftir föður sinn, ef faðir hans
festir móður hans, síðan hann var fæddur. Og þó að hann
hafi kvongazt þess í millum og eigi börn með þeirri og
andast sú, og festir þá hina síðari, er áður var frilla hans.
— Það er vafasamt mjög, að þessi grein sé raunveruleg
réttarbót. Hún virðist miklu fremur vera lögskýring J
eðli sínu. Því miður er það svo, að skortur er á nægilegrl
rannsókn á réttarbótunum til þess að geta greint til fulls
á milli þess, sem er raunveruleg réttarbót og útgefin aí
konungsvaldinu, og hins, sem innlendir lagamenn hafn
smíðað til skýringar eða fyllingar á ákvæðum Jónsbókar-
Ákvæði þetta í áðurminnztri 6. grein er fróðlegt til athug'
unar. Samkvæmt ákvæðum Jónsbókar eru löglegar festar
skilyrði til arfgengis, en Jónsbók hefur ekki, að þvi eJ
ég veit bezt, nein ákvæði um primogenitur, rétt fyrst-
borins, frumburðarrétt eða elzta sonar. Með 6. greininn
er úr þessu bætt. En þá má enn fremur gera ráð fyrir,
ákvæði þetta muni vera runnið undan rifjum stóreigna'
mannanna tiltölulega fáu, sem mynda þröngan hóp, selT1
hefur á sér öll einkenni lágaðals á almenna evrópska visu-
Með tilkomu konungsvalds á Islandi hófst vísir að aðh,
þar sem konungsvaldið veitti vissum mönnum forréttmu
umfram aðra þegna sína með því að herra þá, dubba Þa
til riddara, og virðast þá um leið þessi forréttindi !
að erfðum til réttborinna afkomenda. Þetta er m. a,
af innsiglum þessara manna. Enn er þó ýmislegt
um forréttindi þessara manna. T. d. er eigi ljóst enn,
, ljóst
óljóst
hvort