Saga - 1971, Blaðsíða 50
48
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
að afgreiða þessa peninga alla að næstu fardögum, sam-
kvæmt testamentisbréfi sínu, er nú virðist glatað.
1 sambandi við þessar gjafir má benda á, að Ormur fær
Staðarhól í Saurbæ, sem í eðli sínu er höfuðból og talið
slíkt í vitnisburði frá 1482, þar sem lýst er, að Loftur
Ormsson gefi heldur Staðarhól til beneficiums en að Sól-
veig Þorleifsdóttir móðir sín nyti eða hennar börn þau,
er hún ætti við síra Sigmund Steinþórsson á Miklabse
í Blönduhlíð.
Auðlegð Lofts ríka er svo óhemju mikil, að vegna henn-
ar reynist Staðarhóll í Saurbæ með kirkjujörð sinni Þver-
dal ekki höfuðból samkvæmt erfðaréttinum, þar sem af
nógu er að taka lögerfingjum til handa.
Það er eftirtektarvert enn fremur, að Staðarhóll er
kjarnajörðin. Auk hans fær Ormur Þverfell, Múla tvo
og Hvítadalina báða í Saurbænum og aðrar jarðir í Dðl-
um. Kemur heildareign þessi í Saurbænum iðulega fram
mikið til óskert að magni í arfaskiptum síðari alda. Bn
nokkra þýðingu hefur það, að hægt er að rekja eignina
þessa, að vísu oft óljóst, aftur á 12. öld.
Dæmi þetta af Staðarhóli sýnir, að hugtakið höfuðból
er ekki svo rígbundið við ákveðna jörð, að það komi í ve^
fyrir, að jörðina megi gefa út úr erfðagóssinu.
Nú má nefna annað dæmi, sem sýnir, að höfuðból get1
horfið til konu. Árið 1507 gera þau Björn Guðnason í
Ögri og Ragnhildur Bjarnadóttir kona hans með sér helm-
ingafélag. í samningnum milli þeirra segir meðal ann-
arra orða: „Skyldi greind húsfrú Ragnhildur eiga kost
að kjósa, hvenær sem hún vildi, í sinn helming þau höfuð-
ból af þeirra gószum, sem hún vildi. Svo skyldi hun
hafa, hvort hún vill, silfur eða tygi í sinn hlut. Eigi síðui
skyldi hún eiga kost og skildaga til að leysa þau höfuð-
ból til sín, sem hún vildi af þeim, sem á part Bjarnai
kæmi, ef svo kynni ske, að nokkrar óskyldir kynni upP
á Björn að koma.“ Hér má geta þess, að þegar samnmg'