Saga - 1971, Blaðsíða 52
50
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Einmitt þetta einkenni hins forna höfuðbóls að vera
kjarni arfshlutarins kemur iðuglega ættfræðinni að not-
um. En hér hefur verið drepið á, að sá möguleiki sé til,
að höfuðból eða jörð, sem hefur einkenni höfuðbóls, geti
verið gefin út úr erfðagóssinu, sé það nægilega stórt i
heild, svo sem dæmi Lofts ríka sýnir, en er þó í þessu at-
viki bundin afkomanda Lofts, þótt eigi sé lögerfingi.
Sá möguleiki er ennfremur til, að höfuðból verði selt,
og hefur þar áður verið nefnt dæmið af Grund í Eyja-
firði, er Guðríður, ekkja Sveins Sumarliðasonar, seldi
Finnboga lögmanni Jónssyni föður sínum Grund ásamt
jörðunni Holti fyrir tvö hundruð hundraða árið 1496.
Að vísu liggja þar dýpri rök til, enda lýsir Finnbogi sig
lögarfa Guðríðar nokkrum árum síðar.
Enn skal fram talið, að ákvæði lögbókarinnar um jarð-
ir og höfuðból koma ekki einvörðungu til álita við hinar
stærstu eignir. Árið 1567 kom fram í dómi í Bakkárholti
bréf Þorsteins Eyjólfssonar, sem skýrði frá, að tengda-
móðir hans, Steinunn Sighvatsdóttir, hefði gefið dóttur
sinni, en konu hans, önnu Guðmundsdóttur, löggjafir svo
sem hér segir: „Tíundargjöf og fjórðungsgjöf í jörðinni
Úlfljótsvatni, 10 c, er liggur í Grafningi." En í dóminum
kom enn fremur fram, að Steinunn hefði erft 20 c í Úlf'
Ijótsvatni, en 10 c í Hlíð í Grafningi. Dómsmönnum reikn-
ast þá, að tíundargjafir megi vera 3 c, og segir svo orðrétt-
„Þó svo að elzti sonur eigi lausn á úr höfuðbólinu, eftir
því sem stendur í landslaga bókinni, að synir skuli snu-
ast til höfuðbóla, en dætur til útjarða eður lausafjár."
Því næst er gjöf Steinunnar ónýtt utan þessi 3 c, sein
áður eru greind til lausnar. Hér kemur fram eins og 1
mörgum öðrum dómum, að það er stærð erfðagóssinS.
sem ræður afstöðu til höfuðbóls, þegar lagahliðin er af"
huguð.