Saga - 1971, Side 54
52
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
ólfshöfða með sjó til Ingólfsfells fyrir vestan ölfusá og
svo þriðja veturinn til Reykjavíkur, þar sem þeir VífiH
og Karli höfðu fundið öndvegissúlur hans reknar við Arn-
arhvol fyrir neðan Heiði, eins og Landnáma telur. Se
þetta rétt í meginatriðum má gera ráð fyrir, að skilgreina
megi Seltjarnarnes í víðari merkingu en Ólafur Lárusson
gerði. Frásögn Landnámu hefur stoð af Islendingabók
Ara fróða, þar segir stuttaralega um Ingólf: Hann byggði
suður í Reykjarvík. Þar er Ingólfshöfði kallaður fyr aust-
an Minþakseyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ing'
ólfsfell fyr vestan Ölfusá, er hann lagði sína eigu á síðan.
— Nú á dögum verður að leggja íslendingabók framai'
Landnámu til grundvallar um hina fyrstu sögu landsins-
Gera má ráð fyrir, að leit að öndvegissúlunum ligS1
með ströndum fram. En þar sem Landnáma virðist gera
ráð fyrir, að Ingólfur hafi annan veturinn búið undir Ing'
ólfsfelli, og skýrir svo frá, að þeir Vífill og Karli hafi
fundið súlurnar, en ekki Ingólfur sjálfur, þá virðist leit-
in að súlum engu máli skipta hér; fyrsta ferð hans sjálfs
suður um Heiði með meginhluta föruneytis til búsetu a
Seltjarnarnesi hlaut að stefna að sjó nálægt Elliðaám.
leiðinni má sjá Seltjarnarnesið blasa við, og þá finns
manni eðlilegt að telja nesið byrja í Elliðaárvogum a
norðan. Ég hygg, að rétt sé að skoða nafngiftina nes a
sjónarhóli að austan, en ekki af sjó að vestan, en Seltjörn
mun vera nokkru yngra forskeyti. Þessu til styrktar ma
nefna bæinn Digranes, er stendur hátt og innarlega á hina
breiða, en stutta nesi, er gengur fram í sjó milli FosS-
vogs og Kópavogs, og hefði það heiti, Digranes, farið ve
á hinum unga kaupstað, sem þar er risinn upp.
Hinn forni Seltjarnarnesshreppur tók yfir Seltjarnai
nesið og Digranesið og löndin fyrir ofan: Breiðholt, Vatn®
enda, Elliðavatn og Hólm auk Hvamms, er síðar nefndis
Hvammskot í dalnum upp af Kópavogi, en nú Fífuhvamm
ur og Smárahvammur.
Það væri allmikið þarfaverk að rannsaka byggðarsogu