Saga - 1971, Side 56
54
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
amesi er kirkja komin fyrir 1200, eins og kirknaskrá
Páls biskups Jónssonar sýnir, og er þá skylda biskups að
fá prest til hennar. Er það undirstrikun á því, að Nes
er tiltölulega snemma orðið stórbýli með útjörðum sínum-
Örlög Ness verða þau, að jörðin kemst í kirkjueign þegar
í lok miðalda, en hverfur úr því eignarhaldi 1835. Og skal
sú saga ekki rakin lengra hér. En nefna má að lokum,
að í Nesi sat herra Loðinn leppur með Hafurbirni vetur-
inn 1280—81, og veitti Hafurbjörn allstórmannlega. Þetta
skal nefnt hér af því, að þá um veturinn var unnið að
því að fá Jónsbók lögtekna, en sú lögbók stóð í rífar 4
aldir í fullu gildi og stendur að nokkru enn í dag.
Saga Reykjavíkur er vegna alls hin merkasta, og skal
stiklað á mjög stóru. Hún er bændaeign fram til 19. apríl
1616, er konungur, Kristján fjórði, staðfesti kaup við Guð-
rúnu, ekkju Narfa Ormssonar sýslumanns og síðasta
sjálfseignarbónda í Reykjavík. Að vestan takmarkaðist
jörðin af Lambastaðalandi, en að austan af línu nokkuru
veginn beint frá hamrinum Hangahamri eða Hangandh
þar sem nú stendur Nesti við Reykjanesbraut, í norður
þvert yfir Eskihlíðina vestan við ós Fúlutjarnarlækjan
í stein á Kirkjusandi, sem nú er ekki vitað með vissu um-
1 þessum löndum skiptust út fleiri bújarðir smám saman,
og er sú saga rakin skilmerkilega í áðurnefndri ritgenð
Ólafs prófessors. Og þar eru margar skarpar athuganir
á heitum býlanna. Nú á Reykjavíkurborg að mestu hm
fornu Reykjavíkurlönd. Hin forna bújörð og höfuðból a
sig sjálf. 1 Reykjarvík eða Vík, eins og hún að f°rnU
nefndist iðulega með stuttheiti innanhéraðs, var konun
kirkja Jóns postula fyrir 1200 og það alllöngu fyrr>
að rök má leiða að því, að Jónskirkjur tilheyri
hinu fyrsta skeiði kristni hér. Enn fremur er ævaforn,
ákvæði varðveitt í elzta varðveitta máldaga hennar frU
1379, þar sem segir, að í Vík skuli vera prestur, ef bón 1
vill. Þetta ákvæði er tvímælalaust langtum eldra en kirknn
skrá Páls biskups, sem óhikað telur Jónskirkjuna me