Saga - 1971, Side 60
58
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
og Þorgrímur á Möðrufelli. Landflæmið milli Merkigils
og Skjálgdalsár er stórt, og það er ofureðlilegt, að land
þetta skiptist í smærri einingar vegna arfaskipta. Eitt að-
alverðmæti til arfaskipta var landið sjálft og þeir mögu-
leikar, sem landið, jörðin, veitti til framfærslu. Á Grund
situr svo óslitinn karlleggur fram til 1200. Þá gerir Guð-
mundur dýri Þorlák Ketilsson á Grund héraðsrækan, og
fór Þorlákur suður í Hítardal til að taka við staðfestu
eftir Þorleif beiskalda móðurföður sinn, er andaðist 1200.
Frá Hítardal fluttist Þorlákur að Kolbeinsstöðum, er svo
varð höfuðból afkomenda hans um nokkrar aldir.
Næstur eigandi virðist Kálfur Guttormsson hafa verið.
Hvernig heimildum hans á Grund er varið, er ekki alveg
ljóst. Rétt eins og það er ekki fullljóst, hví Þorlákur Ket-
ilsson var gerður héraðsrækur. Það er hins vegar stað-
reynd, að Sighvatur Sturluson, bróðir Snorra, keypti
Grundarland um 1215-16 og reisti þar bú. Það er þvl
ofureðlilegt, að Grundar er æði oft getið í Sturlungu. Sig'
hvatur féll á Örlygsstöðum 1238, og flokkur hans beið
ósigur. Lét því forsprakki sigurvegaranna nyrðra, Kol-
beinn ungi, kné fylgja kviði og heyja skuldadóm eftir Sig'
hvat í héraði, sem auðvitað var fjárupptekt undir yfir'
skyni réttlætisins. Er þá arfur allur eftir Sighvat dsemd'
ur af örfum, lönd og lausir aurar, jafnvel Grundarlan
sjálft. Það er enn hörkulegra, þegar haft er í huga, a
ekkja Sighvats var föðursystir Kolbeins. Grundarland er
selt þeim Styrmi Þórissyni og konu hans, Sigríði, dóttu1
Sighvats, en í staðinn urðu þau að láta Bjarnastaðahlí
og yfirgefa Skagafjörð. Bjuggu þau á Grund, en Sigríðu1
þóttist ekki eiga jörðina, þótt hún settist þar niður. Svo
kemur bróðir hennar, Þórður kakali, fram á sviðið, °£
margir merkir atburðir gerast með Grund sem nokkurS
konar umgjörð hinnar miklu sögu síðustu ára þjóðveldis
ins. Steinvör, systir Þórðar og kona Hálfdánar Sæmun
arsonar á Keldum, tekur heimildir á Grund, og verða sv°