Saga - 1971, Síða 62
60
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
hátt, svo sem Bjöm Lárusson hefur bent á í ritgerð í
History and Economics. Þessu valda klaustrin og biskups-
stóllinn, en hinn eyfirzki lágaðall er heldur ekki andhverf-
ur þessu háa mati. Það gera bændakirkjumar, sem þar
með fá nokkru rífari tíundir af þeim tiltölulega fáu sjálfs-
eignarbændum, sem eftir sitja í héraði.
Nú skal Grund skoðuð í þessu ljósi. Verður því ekki
rakin eiginleg eigendasaga lengur, og er þó sárt að verða
af Grundar-Helgu.
1 Sturlungu er staðurinn ýmis kallaður Grund eða
Grundarland. Það er hugsanlegt að heitið Grundarland
feli í sér eitthvert víðara mark, en það sem til marks
má hafa er, að þegar í Auðunarmáldaga 1318 er kirkjan
að Grund talin eiga land allt á Finnastöðum, næsta b®
við upp í dal til vesturs. Kirkjan er helguð Lárentíusi og
á myndir og líkneski af þeim Ólafi helga, Lárentíusi og
Maríu mey. Bendir það til, að kirkjustaður hafi verið þar
frá því á fyrstu áratugum 12. aldar a. m. k. Og er þá vert
að minnast þess, að dómkirkjan í Lundi er helguð Lár-
entíusi, en þar stóð erkistóll Islendinga frá 1104-53. Enn
fremur er þá að Grund tveggja presta skyld, þótt aðeins
7 bæir liggi þangað, er greiða ljóstoll og heytoll. Stendur
svo til siðaskipta, en djákni og ómagar tveir bætast við,
og á Kristfé að standa fyrir þeim. En Kristfé er nefndur
höfuðstóll, er stendur til ávöxtunar og á sig sjálfur sem
gjafarstofnun. Tíundin, sem fellur til kirkjunnar, er tal-
in 2 c stór og 3 álnir eða V4%. Lauslega svarar það til
skattstofns er nemur 800 c, sem sennilega verður svo a
deila með tveimur og álíta, að kirkjubóndi, dominus Loft'
ur, hafi hirt bæði kirkju- og preststíund, þar sem hann
greiddi prestunum kaup. Eftir því ætti skattstofninn, Þ- e;
fasteignir og lausir aurar, að nema 400 c, sem er nær sannJ-
Af öðrum gögnum sést svo, að eignarmenn Grundar ha
átt reka úti í Fjörðunum, auk annars samreka við munK
ana á Þverá, Vallastað í Svarfaðardal, Höfðamenn
Svalbarðsmenn. Þegar rekar þessir eru raktir frá EyJa