Saga - 1971, Síða 64
62
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
15. aldar og kemur heim við óvéfengjanlegar heimildir,
sem sýna, hversu kirkjan og alþingi verða að breyta
ákvæðum laga um tíundarfrelsi kirkju og konungseigna.
Og hin skorinorðu andsvör Norðlendinga við kröfum ólafs
Rögnvaldssonar Hólabiskups og Gauta erkibiskups um líkt
leyti sýna, svo að ekki verður um villzt, að gjaldþolið var
brostið og hrepparnir févana til framfærslu.
En það er fleira sem yfir dynur en peningakreppa, og
e. t. v. er peningakreppan afleiðing af því náttúrufyrir-
brigði, er gerðist 1477 nokkru eftir áramót, þá eru menn
staddir á Grund á heitdegi, þriðjudeginum fyrsta í ein-
mánuði, og skelfast mjög þau undur og ógnir, sem þá yf 'ir-
gengu af eldgangi, sandfalli og öskumyrkrum og ógurlig'
um dunum, en þá var ógnarlegt eldgos í Kverkfjöllum. Þa
eru þar helztu fyrirmenn héraðs og lands, ábótinn a
Munkaþverá og Brandur Jónsson lögmaður, auk alls al-
múga, og gera merkilega samþykkt. Helztu ákvæðin, sem
snúa beint að pyngjum manna, eru á þessa leið:
— Allir búfastir menn eru skyldir að koma til Grund-
ar í Eyjafirði þriðjudaginn 1. í einmánuði og halda Þar
lögsamkomu og hafa þar lofmessu af vorri frú. Skal hver
maður, sá sem í búi er, gefa svo ölmusu sem guð skýtur
honum í hug, ei minna en alin þeir, sem koma [til Grund-
ar], en þeir, sem ei koma og eru í skatti, gjaldi einn eyri >
en þeir, sem minna fé eigu og ei koma, gjaldi hálfan eyrn
en búlausir menn, þeir sem eiga x c, gefi klipping, en
þeir, sem eiga v c gefi kálfskinn. Skal þessi ölmusa gefns^
þeim, sem í búi liggja, og lúka ei seinna en í fardögum,
og hreppstjórnarmenn gjöra ráð fyrir, sitt ár í hverjum
hrepp.
Item að hver maður, sá sem í búi er, gefi málsverð em-
mánaðardag, hálfa þriðju mörk smjörs eður annan ma
jafnvirðan. — (DI VI 106).
Síðan hélzt þessi heitdagur Eyfirðinga eins og Skag
firðinga og Þingeyinga fram um miðja 18. öld, er Har