Saga - 1971, Page 68
66
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
árlega leigu, skyldu felldir um % hluta til tíundar. Tilskip-
unin 17. júlí 1782 kveður nánar um það, hvað sé tíundar-
skylt, með upptalningu ákveðinna hluta. Upptalning þesS1
er engan veginn tæmandi, og afleiðingin í framkvæmd varð
sú, að það, sem ekki var upptalið, var ekki tíundað. Aðal-
regla tilskipunarinnar var sú, að verðmæti, sem ganga
kaupum og sölum fyrir 4 ríkisdali, skuli teljast eitt stórt
hundrað, þ. e. 120 álnir til tíundar. Það er eftirtektarvert,
að enn 1782 skuli meginregla Helgastaðadóms svokallaðs
frá 1572 standa óhögguð um gengi silfurdala móti hundraði
á landsvísu.
Þegar tilskipunin er athuguð, kemur í ljós í aðalatrið-
um:
að tveir hestar fjögra vetra tíundast sem 120 álnir,
allar leiguhæfar kýr eru taldar 120 álnir að verðmæti,
en hver sjöunda kýr er felld niður til tíundar.
6 ær eru 120 álnir,
8 sauðir eru 120 álnir,
18 gemlingar eru 120 álnir,
allir fiskibátar eru 120 álnir hver,
lóðir og þorskanet teljast á við hálfan bát.
40 ríkisdalir í peningum ávaxtalausir tíundast sem vseru
120 álnir, en 20 ríkisdalir í peningum ávaxtalausir tíun
ast sem væru 60 álnir; minni upphæð tíundast ekki.
Tilskipan þessi linaði nokkuð hin fomu ákvæði, eU
óhaggað stóð eins og í upphafi hafði verið samþykkt, 3
talið skyldi fram til tíundar innan hrepps á haustsam
komu. Framtalið var opinbert frammi fyrir hreppstjórun
um, sem áttu að færa skrár. Sannist tíundarsvik, v°
viðurlögin þrefölduð tíund; væri gjöld uppkveðin
en 6 álnir, rann hún óskipt til fátækra innanhrepps-
hefði gjaldhæðin verið 60 álnir eða meira, nefndist ku
skiptitíund og skyldi skipt í fjóra staði, og tækju fút*^
ingar innan hrepps þá %. Næmu tíundarsvikin þeSSU. .
eða meira, skyldu fátæklingar innan hrepps fá %o se
arinnar, en hreppstjórar %0 samkvæmt auglýsingu
frá