Saga - 1971, Blaðsíða 70
68
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
komst skiptingin á og nefndist skiptitíund. Hins vegar
skiptist tíundin af fasteignum ætíð í 4 staði, þar sem hún
gat í langflestum tilfellum eigi numið minni upphæð en
6 álnum. Konungshlutinn, hin forna biskupstíund, rann
til sýslumannanna, er höfðu sýslurnar á leigu.
Hin forna regla hafði verið, að biskups-, kirkju- og
preststíund skyldi greiða í vaðmálum, gærum, gulli eða
brenndu silfri. Að auki mátti greiða kirkjutíundina í viði,
vaxi, reykelsi og góðum léreftum. Fátækratíundina átti að
greiða í vaðmálum, gærum, ull eða matvöru og skepnum
öðrum en hrossum. Var hér miðað við þarfir 12. og 13-
aldar. Eftir að peningar komust að einhverju leyti í um-
ferð eftir siðaskipti, voru þeir að nokkru notaðir. Tilskip'
unin 17. júlí 1782 ákvað í 7. greininni, að prests- og kirkju-
tíund skuli útvegsbóndi greiða að hálfu í peningum eftir
hinum gamla verzlunartaxta, 90 skildinga fyrir vætt fiska,
en hinn helminginn í fiskum. Sé fiskur ekki til, þá greiðist
eftir gildandi verzlunartaxta 1 rd. 76^4 sk. fyrir vættina-
1 sveitum skyldi greiða 43/2 sk. fyrir alin eða þá í þm10
vörum kaupgengum, sem prestur vildi við taka. Eftir að
verzlunin var gefin frjáls 1786 og 1787, varð ákvörðun
tilskipunarinnar 1782 til þess, að þeir, sem tóku tíund,
urðu fyrir tapi, væri tíund greidd í fríðu með 41/4 sk. fyrir
alin og 21/4 sk. fyrir fiskinn. Á þessu varð leiðrétting, er
tilskipunin um kapitulataxta var sett 16. júlí 1817, þ- e'
að árlega var sett verðlagsskrá innan sýslu til leiðrétting'
ar á vöruverði til greiðslna, þar sem verzlunin frjálsa leiddi
til betri fjárhags.
Hinar mýmörgu leigujarðir sköpuðu vandamál. Aðnl'
reglan var, að eigandi svaraði tíund. En þar sem jarðeign-
in var í tiltölulega fárra höndum framan af, komst sma111
saman sú aðferð í notkun, að leiglendingur greiddi tíund'
ina af leigujörðinni. Tilskipun 10. apr. 1619 mælti svo fyr'
ir, að jarðeigandi innti tíund af höndum. Leiglendingur
skyldi því mega draga tíundina frá landskuld. Ef til V1
er það tillitið til þessa, sem gerði það að verkum, að 1110