Saga - 1971, Blaðsíða 72
70
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
að, er til guðsþjónustu þarf, kirkjueignir, brýr og annað
til almenningsnota.
Eyðibýli, sem tekið er í byggð á nýjan leik, tíundast
ekki næstu 20 árin, þegar það er ekki eign ákveðins aðila
fyrir, en tíundast ekki um lífdaga bónda eða ekkju hans,
sé um ákveðna eign að ræða, samkvæmt tilskipun 15. aprfl
1776, og er þetta gert til að létta undir aukningu byggðar-
Tíundin er þá í eðli sínu eignarskattur, sem á margan
hátt féll vel við staðhætti hérlendis, enda stóð hún til
1909.
ÞINGFARARKAUP — Á þjóðveldisöld tíðkaðist þinð'
fararkaup, sem bændur, er áttu ákveðna lágmarkseign.
svöruðu, en goðarnir tóku til greiðslu á kostnaði þeirra
manna, er þeir kvöddu til alþingisferðar. Eftir gildistöku
Jónsbókar breyttist þetta skipulag nokkuð, þar sem ákveð-
inn fjöldi manna úr hinum 12 þingum var nefndur til
þingreiðar eða alls 84. Eftir lengd ferðarinnar fór þing'
fararkaupið, auk þess sem þeir áttu frían kost á alþing1-
Sýslumennirnir innheimtu þingfararkaup og veittu nefnd-
armönnum skylt kaup, en hirtu sjálfir mismuninn (Þxng'
fararbálkur 2 og Þegnskylda 1). Enn fremur höfðu lands-
menn tekið á sig að greiða konungi skatt 1264, og áttu
sömu aðilar, er greiddu þingfararkaup, að greiða skattmin
hvor tveggja um sig voru 10 álnir, þ. e. 20 álnir alls.
tilskipun 16. nóv. 1764 var breytt um. Nefndarmennirnir>
eða eins og þá var löngu orðið vanalegt að nefna þá:
réttumennirnir, fengu eftir það laun sín úr konungssjóði ""
jústitskassanum, en hvort tveggja gjaldið rann til k»n
ungs. Alþingi og lögrétta voru niður lögð með tilskipn11
11. júlí 1800, en innheimta þingfararkaups og skatts hé
ust áfram í formi eins skatts.
Sá var skattskyldur að Jónsbókarlagi, sem var bóndi Oo
átti kú eða kúgildi, bát eða nót, uxa og hest fyrir
og hvert skylduhjóna sinna auk alls annars, er til
þarf, skuldlaust. Enn fremur hver sá maður eða kon