Saga - 1971, Page 74
72
MAGNÚS MAR LÁRUSSON
Tíundin og skatturinn voru aðalgjöldin, er greidd voru
af almenningi. En að auki eru mörg önnur gjöld.
GJAFTOLLUR — Uppruni hans er nokkuð óljós, og
skal aðeins nefnt, að hann kemur fram í heimildum í lok
15. aldar. Hann virðist vera í upphafi nokkurs konar út-
lausn til prófasts og sýslumanns í stað þess að greiða sektir
í minni háttar málum, merkurmálum. Eftir siðskiptin féU
gjaftollurinn óskiptur til konungsvaldsins. Um upphseð
gjaftollsins var að nokkru farið eftir alþingissamþykkt-
um 1680 og 1686. Venjulegast var að greiða fisk eða Vi
alin af 60 álnum, 2 fiska af 120 álnum, 3 fiska af 240
álnum, 4 fiska af 360 álnum, 5 fiska af 480 álnum,
fiska af 600 álnum til 1080 álnum, 12 fiska af 1200 til
2280 álnum og svo 20 fiska af 2400 álnum og þar yfir. Allt
miðað við lausafé til tíundar, en ekki fasteign. Sumstaðar
var svo gert að heimta 1 fisk af lausafé frá 120 til 600
álna, 10 fiska af 720 til 2280 álnum og 20 fiska af 2400
álnum og þar yfir. 1 Gullbringusýslu var reiknað að
heimta 10 fiska af 120 til 1080 álnum, 12 fiska af 1200 til
2280 álnum, en 20 fiska af 2400 álnum og meira. Og er hér
misrétti mikið, þar sem gjaftollurinn í þeirri sýslu svarar
til tíundarinnar af 1080 álnum. Gjaftollurinn er því Þar
orðinn miklu hærri en annars staðar.
Gjaftollurinn átti að greiðast í fríðu samkvæmt kon-
ungsbréfinu 20. apríl 1620.
Um aldamótin 1800 var hann leystur út með peningum.
sumstaðar 214 sk. fyrir fiskinn, en með sama hætti og
tíund og skatt mátti greiða hann svo samkvæmt verðlagS'
skrá eftir 1817.
Undanþegnir eru andlegir og verzlegir embættismenn,
en innheimtan fór fram á manntalsþingum.
LÖGMANNSTOLLUR — Lögmannsembættið hafði ver-
ið stofnað með Járnsíðu 1271, en launin koma ekki grein1
lega í ljós á miðöldum. Þau virðast undir siðskiptin ha