Saga - 1971, Page 78
76
MAGNtJS MÁR LÁRUSSON
Ákveðin leyfisgjöld þurfti að greiða til stiftamtmanns
og amtmanns samkvæmt tilskipan 23. maí 1800.
Samkvæmt tilskipun 11. sept. 1816 átti að greiða 5 rd.
í reiðusilfri af hverri lest vöru í verzlunarskipi, sem f®rl
frá Islandi til útlanda.
önnur tilfallandi gjöld voru póstgjöld skv. tilskipun 13-
maí 1776 og 8. júlí 1779 og bréfi rentukammers til stift-
amtmanns 15. júní 1786, en eigi snerta þau gjöld allan
almenning.
FÁTÆKRAFRAMFÆRI. — Af gjöldum til sveitar-
félags hefur þegar verið nefndur tíundarhlutinn, er hrepp'
urinn tók. Samt var framfærslan fyrst og fremst skylda
ættingja eftir vissum reglum, en brygðist hún, hvarf fram-
færslan til hreppsins. Á haustsamkomu var framfærsl-
unni jafnað niður á bændur að tiltölu við tíundarskylda
eign, fjölda skylduhjóna o. s. frv., þannig að ómagiön
dveldist ákveðinn tíma á hverjum bæ eftir ákvörðun hrepp'
stjóra og sóknarprests. Þar var þeim veitt fæði, klæði og
skæði gegn vinnu, ef mögulegt var, ennfremur fengu
bændur meðlagsgreiðslur einhverjar úr sveitarsjóði,
hægt var. Börn átti að setja niður þar, sem þau g®^u
fengið einhverja kennslu og sæmilegt uppeldi, sbr. tilskip'
un 17. júlí 1782 og 2. júlí 1790.
Auk 4. hluta tíundarinnar úr skiptitíundinni og allra tJ'
unda minni en 6 álna átti hreppurinn að fá hluta af þelIJ1
287 rd., sem kongur gaf hinum fátæku, er verzlunin yar
gefin frjáls, sbr. auglýsingu 22. ág. 1786. Enn fremur átti
hann að taka við því, sem embættismenn gáfu til fátsekra
eins og áður hefur verið nefnt. 1 4. lagi átti hann að fa
vissar sektir og annað, svo sem upptækar vörur, sem lö^
og reglugerðir ákvarða til fátækra. I 5. lagi voru tekjur
hans árlegt aukaútsvar samkvæmt Framfærslubálki J°uS
bókar 9. og 12. kap.