Saga - 1971, Síða 80
78
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
ferjutollinn, skyldi stuðla að almennum vegabótum undir
stjórn sýslumanna, og átti allur almenningur eftir nánari
ákvörðun yfirvalda að leggja fram vinnu í þessu skyni að
viðlagðri sekt eða líkamlegri refsingu. Er þetta merkt roál,
sem hér skal aðeins nefnt.
DÝRATOLLUR — Fjáreigendur innan hrepps þurftu
að greiða hann að tiltölu við fjáreign til að greiða kostnað
við refaeyðingu, sem fór fram með svipuðum hætti og
tíðkazt hefur til þessa.
ÝMSAR SKYLDUR — Almenningur átti að sjá um við-
hald þinghúsa, kirkjugarða og vega samkvæmt tilskipu®
17. júlí 1782 eftir nánari reglum, og er þá um vinnufraro-
lög að ræða.
Tilskipunin 13. maí 1776 er mjög merk. Hún ítrekar
ákvæði Jónsbókar í Landsleigubálki 31 og 32 um garðlög
og leggur þá skyldu á bændur að reisa túngarða eftir visS'
um reglum, sem jafnframt veittu möguleika til að verð-
launa þá, sem vinna umfram skyldu, en ákveða einnJ£
refsingar á hendur þeim, sem eigi fullnægja ákvæðunum-
Hið sama gildir um þúfnasléttun. Hvort tveggja eru lóg'
boðin vinnuframlög að tilhlutan hins opinbera, en að visu
í eigin þágu bænda.
Enn má svo nefna fjallskilin, sbr. Jónsbók, Landsleigu
bálki 46, 47, og 49 auk úrskurðar 26. febr. 1754, en ÞaU
eru vinnuframlög í almenningsþágu.
Um 1800 er enn mikill hluti bænda leiguliðar, sem greiðs
landskuld og að auki leigur eftir kvígildi, 2 fjórðunga &
hverju eða ígildi þeirra. En farið var að selja stóls- °%
klausturjarðirnar, svo hér skal þetta aðeins nefnt, P
breytingin varð mjög ör næstu áratugina.
Sömuleiðis voru kvaðirnar að hverfa af þessum söku®®'
Kvaðirnar voru mannslán, dagsláttur, hríshestar og keS
lán' llt
Þegar yfirlit þetta er íhugað, kemur í ljós, að &