Saga - 1971, Page 82
80
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
miðöldum, en mikill efniviður liggur lítt kannaður í inál-
dögum kirknanna. tJr þeim mætti vinna mikilsvarðandi
upplýsingar um verðmæti fasteignanna, þar sem iðulega
er tilfært, hver tíund hafi fallið á ákveðnu árabili innan
sókna, og enn fremur tilgreint, hve margir bæir liggi til
sóknar. Um bæjaf jöldann innan sókna hefur Margeir Jóns-
son fjallað í Hólastifti. En rækilegri vitneskju mætti ef-
laust afla sér efnahagssögulega.
Eins og kunnugt er, var tíundin í eðli sínu eignarskatt-
ur, þar á meðal á fasteign, en einhverra hluta vegna hefur
kirkjuvaldið ekki séð ástæðu til að semja jarðaregistur
yfir bæði biskupsdæmin. Er ástæðan sennilega sú, að frana-
kvæmd álagningarinnar var í höndum hreppsfélagsinS-
Hver jörð var metin til fjár, svo að tíundina mætti ákveða
af henni samkvæmt reglunni um álagningu. Mat þetta virð-
ist einkum byggt á því, hvað jörðin gat borið af skepnum,
og var enn fremur gert ráð fyrir, að jörðin væri hýst 1
samræmi við það. Svo kölluð hlunnindi virðast ekki hafa
haft veruleg áhrif til hækkunar á mati þessu, er eins og
áður segir leggur til grundvallar framflutningsgetu jarð-
arinnar. Það virðist vera aðalreglan, enda birtist hún 1
framkvæmdinni með þeim hætti, að verði jörð fyrir
verulegum skemmdum á túni eða engjum, er hún lækkuð
í tíundarmatinu samkvæmt því, og eru elztu dæmi þessa fra
15. öld. Enn fremur finnast og dæmi frá fyrri hluta þeirrar
aldar, hversu húsaleysi verkar til niðurfærslu á mati.
Konungsvaldið hafði engra tíundarhagsmuna að gseta a
miðöldum. Til konungs rann skatturinn, sem miðaður vai
við lausafé, og því finnast ákvæði um það, að sýslumað-
ur taki manntal skriflegt á þingi, en aðeins ein heildarskra
yfir skattbændur hefur varðveitzt, og hún um það bil 200
árum eldri en elztu fógetareikningar eða frá 1311.
Við siðaskiptin varð mikil stjórnarfarsbreyting í laud'
inu. Hið forna biskupsveldi var niður lagt og í staðm
voru skipaðir tilsjónarmenn með kirkjunum, superinteU'
dentar, sem fóru með umboð konungs, sem var talin0