Saga - 1971, Síða 84
82
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
arsýslu, sem varðveitzt hefur í afskrift Steingríms Jóns-
sonar frá s. hl. 18. aldar í Lbs. 55 fol. En ítrekun þessa
konungsbréfs gefur einnig vel til kynna, að óhönduglega
hafi farizt í framkvæmd þessa máls. Af hálfu stjórnar-
valda er bókin auðsæilega hugsuð sem skattgrundvöllur-
En ekki er enn kominn sá grundvöllur í skattamálum, seni
beint þvingar mál þetta fram, enda þótt konungur haf1
biskupstíundirnar úr nokkrum tilteknum sýslum. Grund-
völlurinn fæst fyrst með opnu bréfi konungs 31. maí 16^9»
sem birt er á alþingunum 1680 og 1682 um hinn svonefnda
stríðshjálparskatt, sbr. enn fremur opið bréf 17. aprfl
1681 um lækkun skatta. Danmörk hafði orðið fyrir gífur'
legu tjóni, er hún missti að fullu Skán, Holland og Bleking®
og tilraun til að vinna þessi lönd aftur mistókst. DanmörK
sjálf hafði þá að landi minnkað um rífan þriðjung, og ber
þá að geta enn fremur, hversu frjósemi á Skáni er mil0 *
Til stuðnings við ríkisheildina voru Islendingar þá beðnir
að inna af hendi sérstakan skatt eftir ákveðnum reglulU'
þannig að í aðalatriðum var það landskuldin, sem notuð var
sem skattstuðull og hann reiknaður 5% af fasteignarver
mæti jarðarinnar á þeim mörgu stöðum, sem ekkert tíun.
armat var á vegna forns tíundarfrelsis. Með þessum h®
varð kleift að koma upp jarðabók í samræmi við reskrip
frá 1657, því að auk landskuldar á tíundarmatslausu jör
unum, reiknast landskuld til skatts skv. sömu reglu
þeim jörðum, sem mat er til á frá fornu fari; enn fremur
eru leigukúgildin með jörðunum sköttuð. .
Afleiðingin af þessum stríðshjálparskatti, sem greið^
átti í eitt sinn, var, að nú reyndist ekki lengur kleiff
draga samningu heildarjarðabókar á langinn, enda ur
sýslumenn að semja jarðabækur sýslna sinna sem fy^j*
skjöl með reikningum sínum. Innheimtan tók nokkuð la
an tíma, og öll gögn liggja hér fyrir á Þjóðskjalasafm-
Við breytingarnar á landsstjórn, sem komust á 10 .
1684, var fógetaembættið forna gert að sérstöku embm ^
landfógetaembætti, 1683 og stóð til 1904. Samkvsemt e