Saga - 1971, Síða 88
86
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
verðlagsskrá og miðast við fasteign. Hinir embættismenn-
irnir vildu þó og halda í lausafé sem skattstuðul, þ. e. a. s.
lausafjártíund. Umræðurnar fæddu af sér konungsúrskurð
8. júní 1842, sem beindi til rentukammersins að vinna að
nýju fasteignamati fyrir Island.
Áður en til þess kom, hafði Jón Johnsen, þá assessor i
landsyfirréttinum, leyst af hendi mikilvægt verk frá þvl
um nýár 1847 til 12. maí s. á. og látið prenta í Kaupmanna-
höfn. Er það Jarðatal á íslandi. I því er dregið saman efm
jarðabókanna í Rentukammerinu í mjög aðgengilegu formh
og átti bókin að vera mönnum til léttis, er jarðir væri seld-
ar eða veðsettar, og hafði þetta spunnizt úr Hugvekju
hans um þinglýsingar, jarðakaup, veðsetningar og Ven'
ingabrúkun á Islandi, Kaupmannahöfn 1840. Johnsen
gengur fram hjá matinu 1800—1806, þar sem hann taldh
að grundvöllurinn hefði stórlega raskazt; áhöfn jarðar v®rl
of breytileg til þess að setja jörðina sjálfa á fast mat. Bók
þessi er hin nytsamasta í alla staði og veitir ótrúlega mikln
vitneskju hagfræðilegs og hagsögulegs efnis.
Hinn 7. maí 1848 kom svo út tilskipun konungs um nýJ'
an jarðadýrleika á íslandi samkvæmt vilja Alþingis 1848-
Reglugjörð fyrir þá menn, sem meta eiga jarðir á ls'
landi, til þess að nýr dýrleiki verði á þær lagður.
1. Það er boðið í 3. grein tilskipunarinnar 27. Mai 1848»
að virðíngarmenn skuli meta hverja jörð til peníngavmðs’
að því sem slíkar jarðir verða sanngjarnlega seldar eptjr
gæðum sínum.
Þetta er svo að skilja, að meta skal hverja jörð eptir
því, sem hún er í raun og veru með kostum og ókostum>
en ekki eptir þeim atriðum, er einúngis nú sem sten ^
mundu rýra verð hennar eða auka. — Fyrir því ber
gæta þess: it
a) hvernig tún er og engjar og hagi, hvílík þar er uti ^
og hverir landskostir, svo ekki sé einúngis á það litið, hm
líkan skepnufjölda þar má hafa, heldur og, hvert gag^
hann megi gjöra; — b) hvern ágóða þar mætti hafa