Saga - 1971, Side 98
96
SVERRIR KRISTJÁNSSON
þær grundvallarreglur, er ráðið höfðu setningu hinna
prússnesku héraðsstéttaþinga 1823. Af því var ljóst, að
kjörgengi og kosningarréttur til hinna dönsku stéttaþinga
skyldi bundinn við jarðeign að mestu leyti, að prússneskri
fyrirmynd.
Hinn 28. maí 1831 birtist tilskipun Danakonungs um
ráðgefandi stéttaþing. 1 aðfaraorðum er því yfir lýst, að
tilætlunin sé, að konungur og arfar hans í hásætinu öðlist
sem öruggasta þekkingu á öllu því, er verða megi þjúð'
inni til nytja, og treyst verði með því þau öfl, er bindi
saman þjóð og konungsætt og lífgi almennan þjóðaranda.
1 þessari tilskipun er greint á milli „Vors ríkis Danmei'k-
ur“ og „Vorra hertogadæma“. 1 framhaldi af því segir
svo í 1. gr. tilskipunarinnar: 1 Voru ríki Danmörku skulu
vera tvö þing ráðgefandi lögstétta, eitt fyrir Sjálands-i
Fjóns- og Lollands-Falsturs stifti, svo og Island, og annað
fyrir öll fjögur stifti Norður-Jótlands. önnur gr. tilskip'
unarinnar gerir ráð fyrir, að jarðeigendur í sveit og hus-
eigendur í bæjum fái kosningarrétt, en með þeirri viðbóti
að landsetum, vegna fastrar ábúðar, sem lögin heimih
þeim, verði veitt hlutdeild í kosningarrétti. En fasteig11
skal á sama hátt vera skilyrði kjörgengis. 1 4. gr. tilskip'
unarinnar er afmarkað valdsvið hinna ráðgefandi Vo%'
stéttaþinga. Ákvæði þessarar gr. eru tekin svo til orðret
upp úr ráðuneytistilskipun Prússakonungs, sem sagt val
frá fyrr: þau skyldu hafa rétt til að ræða alla lagasetn-
ingu, er varðar persónuleg réttindi og eignarrétt og skatta'
álögur.
Tilskipunin frá 28. maí var ekki fullbúin lagasetnin^
um fyrirkomulag stéttaþinganna, heldur markaði hún a
eins útlínur þeirra. í júnímánuði 1831 var skipuð netu
til að færa þingaskipanina í fastara form. Svo sem frrrJ'
var sagt, hafði Islandi verið skipaður sess með hinuh*
dönsku stiftum utan Norður-Jótlands, það var því ta 1
hluti af „Voru ríki Danmörku“, eins og það var 01'Ua
í formála tilskipunarinnar. Kansellíið var samt 1 mikl