Saga - 1971, Síða 102
100
SVERRIR KRISTJÁNSSON
„Ég segi að landþingisnefnd sé guðs og kóngsins bezta
gáfa, en hún þurfi þá að vera hér í landi, ef hún eigi
verða að gagni.“ Þetta er einnig grundvallaratriðið 1
bæklingi hans, meginásinn, sem allt snýst um: innlent
þing, er sé algerlega óháð hinum dönsku stéttaþingum og
í engu sambandi við þau. Hann telur á því öll tormerki, að
Islendingar eigi fulltrúa á dönsku stéttaþingi og f®rir
fyrir því óteljandi rök: á dönsku þingi hlytu hinir íslenzku
fulltrúar að verða svo fáir, að þeir gætu ekki komið fram
fyrir hönd þjóðarinnar, auk þess mundu sjálfsagt veljast
til þessa starfa dönskumælandi embættismenn einir, en
„þjóðin mundi bera minna traust til þeirra en einkamanna,
er hún hefði sjálf kosið, því að hún mætti ætla, að embsettiS'
mennirnir mundu hafa ýmissa sérhagsmuna að gæta, er
mundu orka á þingstörf þeirra,“ segir hann. Baldvin túlk'
aði hér réttilega gamalgróna tortryggni íslenzkrar alþý®u
á embættismönnum sínum og yfirboðurum. Hins vegar ber
hann alþýðu Islands það orð, að hún sé í andlegum efnuia
alin upp á guðsorðalestri og fornsögum og hafi því
átt þess kost að þroskast í hagnýtum efnum. En hann bætir
við með nokkru stolti: „Engu að síður hafa fyrrnefn
uppeldismeðöl markað anda hins íslenzka almúgamannS
vissri reisn og vissum smekk, sem erfitt mun vera a^
finna dæmi til í öðrum löndum.“ Þótt menningarsviðið se
þröngt, þá séu þetta þó klassísk rit, sem hafi þjálfað a
þýðuna svo vel, að hún fái auðveldlega aflað sér hagnýtra
þekkingar, þegar kostur verði á slíku.
1 konungsbréfinu um stofnun ráðgefandi þinga,
landþingisnefnda, eins og Baldvin kallar þau, hafði ver ^
gert ráð fyrir, að jarðeign yrði lögð til grundvallar k°sn
ingarrétti og kjörgengi. Baldvin gagnrýnir þessa skip
fast, en hógværlega, að því er til íslands tekur. HaI^
bendir á, að á Islandi sé, auk sérhagsmuna embættisman >
um hagsmuni tveggja stétta að ræða, jarðeigenda og lel°..
liða. Leiguliðarnir eru fjölmennari og engu minna ve
en jarðeigendurnir; um menntun sé þeim líkt farið ba