Saga - 1971, Side 104
102
SVERRIR KRISTJÁNSSON
hlaut að rísa í viðskiptum Danmerkur og íslands á þeirrl
stundu, er fulltrúaþing væru stofnuð í ríkinu: Átti danskt
ráðgefandi þing að hafa vald til að ræða og gera tillögur
um Islandsmálefni? Vandamálið varð þó enn örlagaríkara
síðar, er stofnað hafði verið danskt ríkisþing með löggjaf'
arvaldi. Átti danskt löggjafarþing að skipa lög og rétt a
Islandi ? Hér var blátt áfram um að ræða grundvallatriðið
í réttarstöðu Islands, og Baldvin virðist hafa eygt þegar
í stað þá hættu, sem Islandi var búin, ef dönsk fulltrúa-
þing fengju íhlutunarrétt um íslenzk mál.
Það var þó ekki tilefnislaust, að Baldvin lagði svo ríka
áherzlu á sjálfstæði hins íslenzka þings gagnvart dönsku
fulltrúaþingunum. Bjarni Thorarensen, justitiaríus 1
landsyfirréttinum, var mikill vinur og aðdáandi Baldvins
og meðmæltur stefnu hans. En hann segir svo í bréfi til
Baldvins 25. ágúst 1831:
„Ég vil hafa alþing við öxará, ekki í Reykjavík, annað-
hvort ár, helzt það árið, sem stönd ekki safnast í DaU'
mörku, með það viðtekna skyldi íslenzkur fulltrúi fara
Danmerkur-árið og fyrirleggja það Sjálands etc. provin-
cialstöndum ogsvo collegiis . . .“ Hann bætir því við, a®
Island muni að öðrum kosti einangrast um of, og óttast,
að fjandinn hlaupi í Dani og þeir muni „svipta okkur
gamla réttinum við Universitetið, og þá er Island dautt.
Hugmynd Baldvins Einarssonar um íslenzkt fulltru*'
þing, er væri með öllu óháð dönsku fulltrúaþingi,
varð
pólitískur arfur íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu síðar, er ein'
veldinu lauk og stjórnarkerfið allt var sett að nýjum h®ttn
En Baldvin gerir einnig fyrstur drög að því, hvernig sam
bandinu skyldi háttað milli fulltrúaþings á íslandi og
stjórnarinnar í Kaupmannahöfn. Hann leggur til, að „lS
lenzkur lögfróður embættismaður, sem um nokkurt ske
hefði gegnt einhverju embætti á íslandi og með því
sönnur á kunnleika sinn á staðháttum og þekkingu á ma^
efnum, fengi eitthvert embætti í Kaupmannahöfn, svo
stjórnin gæti jafnan leitað upplýsinga hjá honum.“