Saga - 1971, Side 114
112
SVERRIR KRISTJÁNSSON
vins, Ármann á alþingi, féll að sjálfsögðu í valinn með
höfundi sínum og útgefanda, en tveimur árum síðar kom
Fjölnir til Islands með vorskipum. Vorinu áður hafði ToW'
as Sæmundsson gert félag við vini sína, Brynjólf Péturs-
son, Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason, um útgáfn
þessa rits. Alþingismálið virðist hafa verið efst í huga
Tómasar Sæmundssonar, því að stuttu eftir heimkomuna
til Islands skrifar hann vinum sínum í Höfn á þessa lund •
„Ekkert talast um alþing hér til lands. Síðan bætir hann
við á þýzku: Das ist die Hauptsache unserer Zeit - Það
er hið mikla viðfangsefni vorra tíma.“ 1 fréttabréfi, sem
síðan birtist í 1. árg. Fjölnis, kvartar þessi maður, sem
víðförlastur var allra Islendinga, um tómlætið í fásinninu
íslenzka, sinnuleysi alþýðu og ótta embættismanna V1
stjórnarbreytingar. En tveimur árum síðar breyttist veður
í lofti á Islandi. Sumarið 1837 var bænarskrá borin mi'1
manna um Suðurland og var efni hennar, að konungu1
veitti íslendingum sérstakt fulltrúaþing í landinu. I hæn'
arskránni var skírskotað til fyrirheita konungs í tx
skipuninni frægu frá 28. maí 1831 og rökstutt me
svipuðum hætti og Baldvin Einarsson hafði forðum ger^’
að tilgangi hennar yrði ekki náð með því að senda fra
Islandi tvo eða þrjá fulltrúa á stéttaþing í Danmörku,
heldur eingöngu með þinghaldi í landinu sjálfu. Með ÞesS|J
var sýnilega reynt að sporna við því, að stofnað yrði
kosninga á þing utan landsins. Páll Melsteð, sem nú vat
orðinn sýslumaður Árnessýslu, var helzti forgöngumað
þessarar bænarskrár, og hann mun hafa samið hana
meginefni, enda rann honum blóðið til skyldunnar; hana
hafði verið sá íslenzkur embættismanna, er fastast ha
lagt að dönsku stjórninni að stofna þing á íslandi^
gengið lengst fram um frjálslega skipan kosninga. P° ^
ur Sveinbjörnsson, sem nú var orðinn dómstjóri Lan
yfirréttar, mun einnig hafa átt þátt í tilorðningu bæna
skrárinnar, og fyrstur manna skrifaði hann undir ha ^
Nú var Bjarni Thorarensen orðinn amtmaður norðan