Saga - 1971, Page 120
118
SVERRIR KRISTJÁNSSON
hafi við bú í 5 ár og ekki njóti né hafi notið sveitarstyrks
eða eru eigendur svo sem 100 dala í fasteign. Vegna
fátæktar landsins og lítils mannvals fannst Tómasi sjálf-
sagt að takmarka kosningarrétt og kjörgengi eins lítí®
og kostur var á, og í því efni fyllti hann flokk íslenzkra
menntamanna í Kaupmannahöfn, sem á næstu misserum
börðust eins og Ijón fyrir rýmsta rétti í þeim efnum.
Tillögur embættismannanefndarinnar um að binda kosn-
ingarrétt og kjörgengi við fasteign eða allháa lífstíðar-
ábúð á þjóðjörðum og kirkjujörðum þræddu að mestu leyti
kosningalög dönsku stéttaþinganna án þess að taka tilW
til hinna sérstöku eignarréttar- og ábúðarhátta á Islandi-
Á þessum árum voru íslenzkir bændur að meiri hluta leigu'
liðar, og við rannsókn á íslenzku jarðabókinni kom í lj°s;
að af um það bil 4156 lögbýlum á öllu landinu voru ekki
nema 1908 eða varla helmingur, sem náðu 20 hundraða
dýrleika eða meira, og þegar frá var talinn allur sá fjöld1
jarða, sem tvíbýli var á eða meira, urðu þeir leiguliðar
miklu færri, sem höfðu 20 hundraða jarðir til ábúðar.
annan stað voru fasteignir svo misjafnt metnar í jarða
bók þeirri, sem farið var eftir, að eitt jarðarhundrað eT
sumstaðar meira virði en fjögur eða fimm annars staðar>
jafnvel þar sem jarðirnar liggja saman. Þá voru margar
jarðir, sem enginn dýrleiki var á, og öll VestmannaeyJ®
sýsla var ómetin til hundraðatals. Loks var svo víða í sve1
um landsins, að varla ein jörð í sveit nam 20 hundruðu111
að dýrleika, þegar frá voru taldir kirkjustaðir. Jarðeigua
reglan mátti því virðast óhæfur grundvöllur til kosniug^
arréttar og kjörgengis á Islandi, þótt hún gæti komið a ^
góðum pólitískum notum í ríkjum, er vildu efla og va
veita vald gósseiganda. ,
Á íslandi varð hún til þess að svipta meginþorra bæu ^
pólitískum réttindum. Þegar íslenzkir menntamenn sn g
ust gegn jarðeignarákvæðum alþingislaganna, voru þeir
verja rétt þeirrar stéttar, sem þeir voru sjálfir spr0
úr. 1 annan stað voru þeir að verja sinn eiginn rétt til Þ