Saga - 1971, Page 122
120
SVERRIR KRISTJÁNSSON
þ. e. tíund af fimm hundraða eign og þar yfir, eðlilegastan
grundvöll kosningarréttar, og einfaldar kosningar. En
kjörgengið segjast þeir allir vera sannfærðir um, að ógern-
ingur sé að binda það við nokkra fjáreign. Stéttaþingið
í Hróarskeldu gekk að lokum svo frá alþingisfrumvarpinu,
að felldar voru framkomnar tillögur um fjölgun hinna ís-
lenzku fulltrúa á alþingi og um rýmkun kosningaréttar-
ins, en samþykkt var að það skyldi háð í heyranda hljóði,
allar umræður fara fram á íslenzku og frumvarpið um al-
þingistilskipunina skyldi aðeins vera til bráðabirgða, en
alþingi sjálft fá að segja álit sitt um hana, er það tæki til
starfa.
1 ársbyrjun 1843 var vitað, að danska kansellíið mundi
brátt leggja tillögur sínar fyrir konung. Islenzkir stúdent-
ar héldu þá með sér fund í byrjun febrúar. Voru Jón Sig'
urðsson og Brynjólfur Pétursson forgöngumenn þessa
fundar. Samþykkt var að boða til nýs fundar og bjóða
þangað fulltrúum Islands á stéttaþinginu í Hróarskeldu og
ræða bænarskrá til konungs um skipan alþingis. Á fund
þennan var boðið öllum Islendingum í Kaupmannahöfn, og
var hann haldinn 16. febr. 1843. Jón Sigurðsson flutti þar
mikla ræðu, og hermir fundargerðin orð hans á þessa leið •
„Hélt, að fasteign ekki væri sá rétti grundvöllur fyrir val'
rétti, en kjörgengi ætti að vera öldungis frjáls, Þare
einungis væri og ætti að vera tilgangur stjórnarinnar a
fá sem flesta menn og hæfilegasta til fulltrúa, en Þa°
væri enganveginn komið undir auðnum — hann stakk upP
á því að kjörgengnin væri öldungis frjáls.“
Grímur Jónsson, fyrrum amtmaður norðan og austaD,
konungkjörinn fulltrúi Islands á stéttaþinginu í HróarS
keldu, andmælti þessu, og segir svo í fundargerðinni: „He
samt, að fasteign ætti að vera Basis, þar eð hann hélt, a
þeir, sem sæti á jörðum, mundu hafa meiri föðurlandsas ,
enda mundi Islendingum ekki þykja mikið fyrir að kaup*
eitthvört 10 hundraða kot handa manni þeim, er Þel
væri mikið um að fá til alþingismanns."