Saga - 1971, Page 124
122
SVERRIR KRISTJÁNSSON
og jarðeigandi bændur og að öðru leyti þikjumst ekki
standa neitt á baki þeirra, að unna oss ekki bæði kosn-
ingar- og kjörréttar jafnt þeim.“ Leiguliðar Austurlands
krefjast þá þess, að öllum þeim, sem þingfararkaup eiga
að gjalda eptir vorum fornum lögum, verði leyfður að-
gangur til kosningarréttar, samt að kjörrétturinn verði
við enga fjáreign bundinn. Á þessa lund mætast þeir 1
einum flokki um sömu kröfu, leiguliðar Austurlands og
íslenzkir menntamenn í Kaupmannahöfn: hvorir tveggJa
skornir úr sömu voð.
Ári eftir að alþingistilskipunin var gefin út, birti Brynj-
ólfur Pétursson nafnlausa grein eftir sig í 7. árg. Fjölnis
— Um Alþing. Hún er dálítið beisk á bragðið, skrifuð í
klassískum stíl Fjölnismanna: „Nú hafa Islendingar feng-
ið alþingi aftur, segja menn. Rétt er það. Þeir eiga að
þinga um það í Reykjavík, 19 jarðeigendur úr landinu og
1 húseigandi úr Reykjavík og 6 konungkjörnir menn og
Bardenfleth kammerherra, sem ekki kann íslenzku, °S
Melsted kammerráð, sem kann dönsku, hver ráð legg.la
eigi stjórnarráðunum í Kaupmannahöfn um landstjórn u
á Islandi, og vér Islendingar eigum að kalla þingið a^'
þingi.“
Já, við áttum eftir að kalla alþingi þingið, sem kom ti
fundar í fyrsta skipti 1. júlí 1845. Það varð langlífaS^a
ráðgjafarþing í veldi Danakonungs, þegar lögþing F&r'
eyja er undanskilið, og átti eftir að eignast merkilega
sögu. Áður en lauk, skilaði það miklu dagsverki. Hið i-a
gefandi alþing kom íslenzku þjóðinni til nokkurs þroska>
og hún hefur búið að honum allt til þessa dags.
Sverrir Kristjánsson.