Saga - 1971, Blaðsíða 126
124
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
er að benda á aðra eins ördeyðu í annan tíma. Þjóðlífið
einkenndist lengst af þessi ár af fádæma óblíðu veðurfari
og bjargarþrotum, en mikið skortir á, að sú saga verði öll
lesin úr annálum.
Ég þekki ekkert annað tveggja áratuga bil í sögu þjóð'
arinnar, þar sem hún hefur orðið fyrir jafnmiklum sjo-
slysaáföllum samtímis aflabrestinum, og verður fjallað um
slysin í næstu grein og geymt þangað til að gagnrýna
sumt, sem heimildum ber í milli.
Heimildargildi annála, að því er aflabrögð varðar, er
ærið misjafnt og yfirleitt það rýrt, að á upplýsingum
þeirra verða ekki byggðar viðhlítandi niðurstöður um fisk'
feng, þótt reynt sé að samræma frásagnir annálanna. "i fir'
leitt greina annálahöfundar frá aflabrögðum með fremur
óljósu orðalagi og einkar teygjanlegu, eins og þessi dæm1
bera vottinn um: „Hlutir litlir“. — „Hlutir í meðallagi“-
„Hlutir víðast í minna meðallagi“. — „Fiskur fyrir norð-
an“. — „Hlutir urðu miklir fyrir sunnan og norðan“.
Upplýsingar af þessu tagi veita nánast bendingar um
aflabrögðin, því að mat annálahöfunda eða heimildar-
manna þeirra á því, hvað taldist lítið, í minna lagi, naeð"
allagi eða mikið, gat verið ærið frábrugðið og var það ox
á tíðum. Þegar vertíðarfengur er greindur í hundruðum
fiska í einhverri verstöð, virðist allrík tilhneiging Wa
annálahöfundum að miða þá við aflann, sem hlutaguðinn
fékk á bátinn sinn, en meðaltalið er látið lönd og leið. Þess1
árátta kemur okkur nútíðarmönnum ekki ókunnuglega
fyrir svo sem fregnir í fjölmiðlum vitna býsna oft urQ'
I einum annál stendur m. a. þetta: „Þá var sunnanlan
nær enginn fiskur fenginn á páskum“.1 Páskadagur P
ár var 27. marz. Nú vitum við, að blóminn úr vertíðinn1
syðra var að öllum jafni eftir þann tíma árs. En ve
arnar fyrir norðan og austan voru einkum framan
sumri og á haustin. Þessi annáll veitir enga aðra vitnes J
um aflabrögð hér við land þetta ár, og má öllum vera ’
hve lítil stoð er í henni til þess að gera sér grein fyrir a