Saga - 1971, Page 128
126
LÍTÐVlK KRISTJÁNSSON
sem verið er að gera á ískjörnunum, sem teknir eru úr
Grænlandsjökli, er farið að kalla tímabil um þessar mundir
litlu ísöldina. Aðstæður landsmanna til sjósóknar hlutu að
verulegu leyti að ráðast af veðurfari þessa kuldaskeiðs.
Hins vegar leiði ég hjá mér getgátur um, hvort skýringar
á aflabrestinum séu allar tengdar því.
Verður nú vikið nánar að aflabrögðum eftir landshlut-
um með hliðsjón af frásögn annála og þó öllu fremur öðr-
um samtímaheimildum.
Árið 1695 hindruðust mjög róðrar í öllum verstöðvuiu
vegna hafíss, enda mun hann, á því tímabili sem hér er uiu
fjallað, ekki hafa rekið jafnlangt suður né legið við laud
eins lengi og í þetta sinn, eftir því sem ráðið verður af
heimildum. Þá var hafís á fiskislóðum Sunnlendinga ha-
vertíðina.5 Eigi að síður urðu miklir hlutir syðra þetta
ár, eða mestir um 1400.° Vestra aflaðist einnig mjög veh
en þar mun einungis átt við verstöðvarnar á Snæfellsnesi
og Breiðafirði. Svipaða sögu af aflafeng á þessum slóðuiu
er ekki að segja fyrr en 11 árum síðar.
Með vertíðinni 1686 byrjar aflabresturinn í Vestmanna-
eyjum og í verstöðvunum fyrir austan Þjórsá, en þar yai
þá enn mjög mikil útgerð, miklu meiri en prentaðar heiiU'
ildir greina frá, sérstaklega í Reynishöfn og við Dyrhólaey-
Við upphaf aflaleysistímabilsins þarna eystra segir svo 1
Vallaannál, en höfundur hans var þá í Skálholtsskóla •
„Tók þar nú mjög af fiskigang, og varð lítið um hluti leng}
síðan.“7
Þessi annálsfrásögn staðfestist af öðrum heimildu111-
Þegar árið 1690 hefur aflaleysið leikið Vestmannaeyiu£a
svo grátt, að bændur, sem í raun voru allir landsetar kon
ungs, kvarta sáran yfir miklum skuldum, er þeir seU
komnir í við kaupmenn, sem voru jafnframt leigutakai
eyjanna. Armóður eyjabænda varð til þess, að konungu7
sá aumur á þeim, og með bréfi til amtmanns 16. maí lb
gaf hann þeim upp landskuldir í 5 ár og aðrar ska
greiðslur.8