Saga - 1971, Qupperneq 130
128
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
araðilinn. Útgerðarstöðvar Skálholtsstóls voru þrjár, þegar
hér var komið sögu, Þorlákshöfn, Grindavík og Akranes,
en auk þess átti stóllinn nokkurn þátt í útgerð á ýmsum
stöðum öðrum. Fjölmargar heimildir, en þó einkum bréfa-
bækur biskupanna, vitna um, að ógerlegt var að halda
skóla á staðnum né heldur standa undir kostnaði vegna
biskupsembættisins án þess að eiga mikla aðild að útgerð.
Aflabrestur langær, að ekki sé sagt aflaleysi, olli því svo
miklum vandræðum á biskupsstólnum í Skálholti, og sama
gegndi á Hólum, eins og síðar verður vikið að, að allt f°r
meira og minna úr skorðum, svo að nálega leiddi til upp'
lausnar. Þessi var raunin, þrátt fyrir það, að Skálholts-
stóll var þá stórveldi í landinu og það miklu meira, virðist
mér, en rannsóknir til þessa hafa leitt nægilega í Ijós.
Þegar hér var komið, höfðu skipsáróðurskvaðir tíðkazt
í landinu um þrjár aldir. Þess kvöð var stundum einungis
nefnd róðrarkvöð, en langoftast mannslán, einkum eftir
aldamótin 1700. Kvöð þessi var í því fólgin, að leiguliði
á jörð eða þurrabúðarmaður var skuldbundinn að róa sjall'
ur eða einhver á hans vegum í skiprúmi, sem landsdrottmn
skipaði í. Umráð mannslána höfðu mest fyrst 1 stað bisk'
upsstólarnir, sérstaklega Skálholtsstóll, klaustur og kirkJ'
ur, síðar meir stóreignamenn margir, en eftir siðaskip ^
einkum umboðsmenn konungs. En til þess að unnt se
að
gera sér grein fyrir, hvaða áhrif aflabrestur hafði fyrir
Skálholtsstól, verður að huga að því, hver tekjulind skips
áróðurskvöðin var biskupsstólnum. Um það leyti, sem byrJ
ar að taka fyrir afla sunnanlands, eða laust fyrir ’
telst mér til, að Skálholtsstóll ráði yfir um 350 skips
áróðurskvöðum á svæðinu austan frá Jökulsá á Sólheima
sandi og vestur að Hvítá í Borgarfirði,16 en á sama tíma
eru skipsáróðurskvaðir konungs eða umboðsmanna ha
sennilega um 590 á öllu landinu, að AustfirðingafjórðuHc-
undanskildum,17 þar sem ætla má, að þær hafi verið faa^
En hvað gilti þessi mikli fjöldi skipsáróðurskvaða sel ^
tekjustofn fyrir Skálholtsstól, ef hann kom fram sem laus11