Saga - 1971, Blaðsíða 132
130
LtJÐVlK KRISTJÁNSSON
hafa sent menn úr Skálholti til fiskkaupa vestur á Snse-
fellsnes.24 — Geta má í þessu sambandi, að um miðja 18-
öld var árleg neyzla á Skálholtsstað 9—10 smálestir af
harðfiski.25 Engin ástæða er til að ætla hana minni í lok
17. aldar.
Á þessu tímabili gerist því þrennt í sögu Skálholtsstóls,
sem ekki finnast dæmi til áður, svo að mér sé kunnugt-
Skólahaldi verður að hætta í miðjum klíðum eitt árið sök-
um fiskskorts. f annan tíma verður að sækja fisk vestui
undir Jökul, og loks verður að senda lest í sama skyni all;l
leið á Vestfirði. Til samanburðar má geta þess, að á minn-
isblöðum Odds biskups Einarssonar sést, að til tíðinda var
talið, að senda þurfti úr Skálholti eftir fiski á Seltjarnar-
nes.26 Enn gerist það í sögu Skálholts á þessum árum og
telst til eindæma, að um 30 leiguliðar á jörðum stólsins i
Árnessýslu losna fyrir fullt og allt gjaldlaust við skipsáróð-
urskvöð.27 Virðist stappa nærri vissu, að aflabresturmn
hafi þar mestu um ráðið.
Loks skal vikið að einni heimild í viðbót til rökstuðnin£s
þeirri ályktun, að aflabrestur hafi verið mikill og lang^1"
austan Reykjaness á þessum tíma. — Umdæmi Eyrar
bakkaverzlunar, þ. e. fiskihafnar þar, náði þá frá Skeiðara
og vestur fyrir Selvog, enda voru sjávarafurðir langtu111
mestar af útflutningi þaðan á 17. öld, eins og væntanleg3
má ráða af því, sem áður hefur verið getið. I bréfi, senl
fslandskaupmenn skrifa 29. nóvember 1701, segja þeir’
að fyrir 15—16 árum hafi Eyrarbakki verið með bez u
fiskihöfnum á landinu, en síðan hafi þar mikil breytmg
orðið sökum aflaskorts.28
Langmest var aflaleysið í verstöðvum við Faxaflóa ver^
tíðirnar 1700 og 1701. Einhverju sinni á 19. öld, þá er Sj°
menn á tveggja manna fari voru í róðri þar í Flóanum>
gerði annar þeirra þessa vísu:
Fjórir í barka og fimm í skut,
fallegt er á þeim roðið,
þá eru komnir þrír í hlut
og það er nóg í soðið.29