Saga - 1971, Side 136
134
LtJÐVlK KRISTJÁNSSON
andafirði, Bolungavík og Skutulsfirði. I verstöðvunum hef-
ur verið þvílík neyð, að um vorvertíðina á Fjallaskaga
máttu menn sjóða hákarlsskráp og nýjan háf sér til við-
urværis.41
Aflaleysið bitnaði harðast á Norðlendingum, enda gætti
þess lengur þar en vestan- og sunnanlands. Átti það sinn
þátt í, að fjöldi bænda í fjórðungnum varð að yfirgefa
jarðir sínar og leggjast í flakk ásamt heimilisfólki. — Einn
annáll getur þess, að bændur á Norðurlandi hafi gert út
lestarferðir vestur undir Jökul og suður á Nes á góu og
einmánuði 1697 í þeirri von að fá þar fiskfang.42 Líklegra
er, að þetta hafi gerzt veturinn 1698, því að þá var nokkui'
veiði við Faxaflóa og Snæfellsnes, en nálega engin á vertíð-
inni 1697.
Hólastaður átti fjölda jarða víðs vegar á Norðurlandi,
en flestar í Skaga- og Eyjafjarðarsýslum. Leiguliðar a
Hólastólsjörðum, er voru við sjó, áttu að greiða afgjaldið
í fiski. Á Skaga og í Fljótum voru fiskifangabúr Hóla-
staðar, enda bar leiguliðum að flytja þangað allan land-
skuldar- og leigukúgildafisk. Algengasta kvöð Hólastaðai
á leiguliðum í Skagafirði var hestlán, ýmist út á Skaga eða
í Fljót, en á þessum hestum var sjávarfangið flutt heim
til Hóla, venjulega seinast í september. Við upphaf aHa
leysistímabilsins áttu skagfirzkir bændur að lána um
hesta í þessu skyni, en þegar því lauk, var hestlánskvöðm
mikið til úr sögunni,43 a. m. k. í bili, enda var lítinn sem
engan fisk að sækja í skemmur stólsins á Skaga eða
Haganes í Fljótum. Afgjöld og leigur, sem Hólastól bar
fá á þessa staði árlega, voru 60 skippund af harðfiski e
240 vættir. Samkvæmt reikningi ráðsmanns Hólastaðar
galzt enginn fiskur árið 1700 og aðeins 4 vættir 1701- ^
Árið 1698 varð að hætta skólahaldi á Hólum seint ^
janúar sökum fiskskorts,45 og af sömu ástæðu var sK
ekki lengur fram haldið en til miðgóu veturinn 1^0
1701.46 Þann vetur hafði þó Björn Þorleifsson Hólabis a
neyðzt til þess að senda menn til fiskkaupa vestur un 1
70