Saga - 1971, Page 138
136
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
18. öld.51 Þótt hún hafi grafið upp mikinn fróðleik um
ferðir Hollendinga á Islandsmið, dvöl þeirra þar og við-
skipti við landsmenn og útlendinga, hefur ekki lánazt að
finna gögn, sem veiti henni vitneskju um fiskafla landa
sinna hér á þessu tímabili.
Að svo miklu leyti sem ráðið verður af samtímaheirn-
ildum, virðist háfs- og hákarlsgengd hafa verið með meira
móti á þessum árum.52
Síldar er aldrei getið í annálum fyrr en kemur fram a
19. öld, nema því aðeins að hana reki á land. Hins vegar
er við aðrar samtímaheimildir að styðjast, sem vitna um>
að síld óð hér víða í fjörðum inni, stundum á hverju sumim
t. d. var mikil síldargengd sumarið 1697. Sérstök ást»ða
veldur því, að um það er vitað. Þá var í fyrsta skipti, svo
mér sé kunnugt, veidd síld til söltunar hér á landi og seld
til útlanda. Svo virðist sem um dálítið magn hafi verið að
ræða, því að kaupmaðurinn, sem fyrir þessu stóð, Peder
Andersen, er sagður hafa sloppið við stórtap á verzlun
sinni þetta ár einmitt vegna síldarútflutningsins. Hann
hafði átt von á talsverðum landbúnaðarafurðum, sérstak-
lega kjöti, en það brást honum sökum peningsfellis. J°nl
Aðils hefur sézt yfir þessa heimild, þegar hann samdi ri*
sitt um einokunarverzlunina; þar er Peder AndersenS
aldrei getið og eigi heldur, að síld hafi nokkru sinni veri
veidd hér og söltuð til útflutnings á öldum einokunar. Mér
er ekki kunnugt um, hvaða kaupsvæði Peder Andersen
hefur haft, en Ijóst er af heimild þeirri, sem greinir Ha
síldarútgerð hans og útflutningi, en hana tel ég mjó?
trausta,53 að hann hefur haft sláturhöfn á leigu. Engm
skil kann ég á þessum manni, en get mér þess til, að hér se
um að ræða Peder Andersen, sem um nokkurn tíma vai
fulltrúi Gyldenlöve stiftamtmanns og síðar Lárusar Got
rups lögmanns.54 ..
Margt bendir til þess, að vöðuselsgengd hafi verið rm
fyrir Norðurlandi á fyrri hluta 17. aldar og fram nm
1660, en úr því virðist vöðuselurinn hverfa alveg her