Saga - 1971, Side 148
146
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
nýja kaupsetningu, sem Gottrup var reyndar engan veg-
inn ánægður með, en eigi að síður var hún mun hagstæð-
ari en sú eldri. Ennfremur var ákveðið, að landsmenn
þyrftu eigi framar að sæta búslóðarmissi og Brimarhólms-
vist vegna brota á verzlunarfyrirmælunum, en hins vegar
sekt, er hæst mætti nema 10 ríkisdölum.
Sendiför Lárusar Gottrups var því síður en svo árang-
urslaus, og enn var of snemmt að spá, hvað af henni kynni
að geta leitt þjóðinni til hagsældar.
En nú atvikaðist svo, að sendifulltrúar konungs, Árnl
og Páll, urðu Gottrúp mjög andsnúnir og á sveif með þelpl
lagðist amtmaður og ýmsir ráðamenn aðrir, svo að af spnatt
mikil misklíð og málaferli. Gottrup var maður mjög f^
gjarn og harður í horn að taka, og bitnaði það ekki sízt a
landsetum hans í Húnaþingi. En á það atferli Gottrups
má ekki einblína um of, því að framhjá því verður ekk1
gengið, að vandfundinn mun sá erlendur valdsmaður hef
á landi fyrr og síðar, sem lagði sig jafn eindregið fram unl
að liðsinna landsmönnum á einum mestu þrengingartímul®
í sögu þjóðarinnar. Allt það starf Gottrups vitnar um, a
hann var maður víðsýnn, einbeittur og hörkuduglegur.
Gottrup fékk aftur leyfi konungs til þess að fara t1
Danmerkur árið 1704, meðal annars vegna málafer
þeirra, sem hann átti í, en þó sérstaklega til þess að refl&
enn á ný að fá komið fram umbótum í verzlunar- og a
vinnumálum landsmanna. Sigurður lögmaður og BjÖrU
Hólabiskup studdu þessa viðleitni Gottrups svo sem Þel111
var auðið.
Áður en Gottrup hélt heimleiðis frá Damnörku v01 1
1705, hafði hann fengið því framgengt, að umdæmisvei %
unin yrði lögð niður, landið allt yrði eitt kaupsvæði, verZ^
unin yrði rekin af sameiginlegu félagi íslandskaupmaa
og Islendingar fengju að hafa sérstakan fulltrúa í
mörku til þess að gæta hagsmuna sinna, einkum í sambao
við verzlunarmálin. Þá hafði Gottrup gert ítrekaðar
raunir til þess að fá nýja kaupsetningu íslendinguU1 11