Saga - 1971, Blaðsíða 151
ÞEGAR FLYTJA ÁTTI ISLENDINGA 149
hefði, ef fiskur hefði komið á móti henni. Og í kaupsetn-
*ttgunni 1684 fékkst ekki skrásett verð á nautgripum, og
Var það síðan alfarið háð geðþótta kaupmanna.
Prjónlesið, sokkar og vettlingar, var í hálfa þriðju öld
a- m. k. einn helzti söluvarningur bænda á Norðurlandi
°g í hinum fjórðungunum gætti þess einnig nokkuð, eink-
Uln á Austurlandi. Fátt sýnir ljósar veilurnar í búskapar-
háttum Islendinga á 17. og 18. öld en framleiðsla prjón-
lessins. — Verðið, sem fékkst fyrir 12 pör af sokkum, var
1 Prjónlesreikningi 1 rd. og 12 sk., en ullin í þessa sokka
°g viðurværi konunnar, meðan hún var að vinna þá, kost-
a<5i 1 rd. og 82 sk. Þannig skorti 70 skildinga á, að næðist
UPP í andvirði efnis og fæðis, svo að um vinnulaun fyrir
þessa framleiðslu var ekki að ræða.10 Svipað var með
aðrar tegundir prjónless, t. d. vettlinga. En þrátt fyrir
l^ssa ömurlegu staðreynd vann talsverður hluti þjóðar-
mnar allan veturinn dag út og dag inn við framleiðslu á
þessari útflutningsvöru. En græddu þá ekki kaupmenn ó-
hemju mikið á prjónlesverzluninni? Ekki var því að heilsa,
því að hún olli þeim miklu tapi. Kemur það m. a. í ljós í
skilríkjum Gottrups lögmanns, er aflað hafði sér nánar
uPplýsingar um verðlagið á íslenzka prjónlesinu á erlend-
um mörkuðum. Sokkar, sem kaupmenn keyptu hér fyrir
® sk., seldust þegar bezt lét fyrir 9—10 skildinga í Dan-
^PÖrku og Hollandi. En þótt mikið skorti á, að Islending-
ar gætu orðið matvinnungar af prjónaiðjunni, juku þeir
hana þó stöðugt. Árið 1630 voru flutt út um 22 þúsund
Pðr af sokkum og 13 þúsund pör af vettlingum, en 1743
Var útflutningurinn af sokkunum orðinn 214 þúsund pör
°S af vettlingunum 111 þúsund pör.11 Árið 1779 er svo
koittið, að beint tap landsmanna á útflutningsprjónlesinu
er talið nema 17 þús. ríkisdölum, og þó hafði það verið
hækkað í verði þrem árum áður.12 Þetta er býsna skýr
mynd af veikleikanum í búhag bændaþjóðfélagsins. Vor-
°S sumarannir voru miklar og mannfrekar, en á vetrum
hefði allmikill hluti þjóðarinnar orðið að sitja auðum hönd-