Saga - 1971, Page 152
150
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
um, ef ekki hefði verið um prjónlesframleiðsluna að ræða.
Búskaparhættir, sem ekki færðu þjóðinni annað en tap,
gátu vitanlega ekki staðið til eilífs nóns nema með skelfi-
legum afleiðingum. Tapið urðu landsmenn allir að bera,
en þó engan veginn jafnt. Það bitnaði harðast á sjávarút-
veginum, og því gat hann við óbreyttar aðstæður með
engu móti aukizt svo sem nauðsynlegt var.
I skýrslum Gottrups kemur fram, að kaupmenn greiða
3I/3 rd. fyrir harðfiskskippundið, en selja það á erlendum
markaði fyrir 16 rd. Þessi gífurlegi mismunur á kaup-
og söluverði fisksins, svo og gróði af sölu munaðarvarn-
ings nægði kaupmönnum ekki einungis til þess að jafna
hallann, sem varð á prjónles- 0g mjölverzlun þeirra, held-
ur höfðu flestir hagnað af viðskiptum sínum við landsmenn
og sumir mjög mikinn. — 1 þrem kaupsetningum einok-
unarverzlunarinnar var verðið á mjölvörunni ákveðið mjög
lágt, en gegn því var fiskurinn metinn kaupmönnum í hag-
En þó að fiskafurðir væru metnar óheyrilega lágt í kaup-
setningum miðað við verðlag þeirra á erlendum markaði,
mun þó jafnan hafa orðið talsverður beinn fjárhagsgróði
að því að gera menn út til sjávar, ef miðað var við meðal-
aflabrögð. —
Nægar heimildir eru fyrir því, að prjónles var ekki unnt
að selja úr landi nema það væri verðbætt stórlega, en þ°
skorti eigi að síður mikið á, að fyrir það fengist verð, er
samsvaraði framleiðslukostnaðinum. Fjármunir til þessara
verðuppbóta komu frá sjávarútveginum. Prjónlesfram'
leiðslunni varð að sinna sökum þess, að landsmenn hirtu
ekki um að taka mið af markaðsbreytingum í sístækkandi
borgríkjum Norðurálfu og reyna til að breyta búskapar'
háttum sínum í samræmi við þær. Hversu mikil tilfærsla
hefur orðið á fjármagni frá sjávarútvegi til landbúnaðai
vegna hins óeðlilega lága fiskverðs í kaupsetningunum e*
ekki unnt að reikna, en vafalaust hefur þar verið um a
ræða geysimikið fé.
Hafa verður í huga, að kaupsetningin frá 1702 1