Saga - 1971, Síða 154
152
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
ur og þaðan verði gerð út a. m. k. 5 þilskip.14 Hann telur
nauðsynlegt, að fengnir verði frá Noregi menn, sem kunni
vel til síldveiða og verkunar á henni, því að síld gangi víð-
ast hvar að landinu árlega. Þess vegna beri að leggja mikla
áherzlu á að kenna Islendingum að veiða og verka síld-
Vafalaust geti þar orðið um að ræða mikilvæga útflutn-
ingsvöru, sem landsmenn ættu að geta haft hagnað af að
framleiða.15 — Áður höfðu ekki, svo mér sé kunnugt,
komið fram tillögur um, að Islendingar sinntu síldveið-
um. Ekki er ósennilegt, að tilraun Peder Andersens með
veiði á síld og útflutning á henni hafi opnað augu Páls
fyrir því, að Islendingar gætu haft mikinn hag af síld-
veiðum, en tilraun þessi var gerð 2 árum áður en PáU
samdi rit sitt, og víst er, að hann þekkti vel til hennar. —"
1 hinum fyrirhugaða kaupstað vill hann, að stofnaður verði
sjómannaskóli.16 Hann fer ekki dult með, að þilskipaút-
gerðin gæti, ef rétt væri á haldið, orðið ábatasöm atvinnu-
grein, og því eigi efnamenn landsins að stuðla að því með
fjárframlögum, að þjóðin geti eignazt þilskip. Þrásinnis
víkur Páll í ritgerð sinni að nauðsyn þess að koma fisk-
veiðunum í gagnmeira horf en verið hafi, og á einum stað
segir hann: Það er fyrst og fremst með úthafsveiðum.
sem hægt er að bæta hag þjóðarinnar og endurreisa land-
ið, því að hafið, sem umlykur það, er viðurkennt að vera
fiskisælast á allri heimskringlunni.17
Arngrímur Vídalín, en hann var bróðir Jóns biskups og
skólameistari í Naskov í Danmörku, stílar rit sitt, sem er
allstórt, til konungs, en hinn danski titill þess er:
Anslag hvordan Island kunde sættes udi dend beste og f°r'
nöieligste tilstand.“18 — Arngrímur telur höfuðnauðsjm
að efla fiskveiðarnar og vill, að efnamenn skjóti saman fe
til kaupa á þilskipum, svo landsmenn geti stundað veiðar
á úthafinu og þá engu síður hvalveiðar en þorskveiðar.
Vitað sé, að Frakkar, Spánverjar og Hollendingar veiði
mikið af hval hér við land og stórgræði á þeirri útgerð
sinni. Þá segir Amgrímur, að brýn nauðsyn sé á að smíða