Saga - 1971, Síða 155
ÞEGAK FLYTJA ÁTTI ISLENDINGA
153
skútur, er flytji fólk og farangur, það nái engri átt, að
landsmenn noti mikið af bezta bjargræðistímanum til
ferðalaga og flutninga á landi. Ennfremur vill Arngrímur,
að þegar verði unnið að kaupstaðamyndunum bæði norðan-
°g sunnanlands og að einokunarverzlunin verði afnumin,
Sv° að landsmönnum sé frjálst að verzla, þar sem þeim
kzt bezt. Loks beinir Arngrímur þeirri ósk sinni til kon-
ungs, að hann sendi ráðvandan og duglegan mann til þess
að ferðast um Island og kynna sér náið ástandið. Má vel
Veva, að kveikjan að rannsóknarferðum Árna Magnússon-
ar 0g Páls Vídalíns leynist í uppástungu Arngríms Vída-
h'ns, en hann samdi ritgerð sína árið 1701.
En það voru fleiri en Islendingar, sem sáu þörfina á að
hssta hag þjóðarinnar. Ber þar fyrstan að nefna Bendix
Nebel, en hann hafði mikla reynslu af siglingum til Is-
lands og annarra landa í norðurhöfum. Sama árið og Lárus
Gottrup var í hinni seinni ferð sinni í Danmörku samdi
^obel langa ritgerð, sem hann nefndi: „Rimelige Tanker
til den islandske Commercies Forbedring“,19 Þar fer hann
ekki dult með þá skoðun sína, að verzlunarfyrirkomulagi
hðr á landi sé í mörgu ábótavant, því að kaupmenn láti sér
aönast um að raka saman sem mestum gróða, en hirði
ekkert um að stuðla að almennum framförum. Nebel vill,
að stofnað sé eitt félag um verzlunina, eins og Gottrup
hafði lagt til, og jafnframt að sendir séu menn til lands-
lns til þess að kenna þjóðinni ullariðnað og fiskveiðar á
Phskipum á djúpmiðum. Á þann hátt gætu Islendingar
^umið sjómannafræði, en þekking á því sviði sé þeim mjög
^auðsynleg. Bendix Nebel ætlar litlar líkur til þess, að
Urnbótatillögur hans í atvinnumálum Islendinga nái fram
Sanga, nema þær eigi skilningi að mæta hjá forustu-
mönnum öflugs verzlunarfélags, en slíkt félag eigi að hafa
s’endinga í þjónustu sinni, svo að þeir öðlist þekkingu og
leynslu í verzlunarrekstri.
Loks er að nefna tvo einokunarkaupmenn, sem höfðu
Verzlað hér lengi og reyndust sérlega skilningsríkir á þörf