Saga - 1971, Blaðsíða 156
154
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
umbóta í verzlunar- og atvinnumálum landsmanna. Menn
þessir, sem hétu Jörgen Klog og Peter Keysen, sömdu mjög
athyglisverða álitsgerð 29. október 1704 og sendu kon-
ungi.20 Þeir telja þar upp í 13 greinum það, sem þeir setla
mestu máli skipta varðandi endurreisn á íslandi. Klog og
Keysen eru sama sinnis og Gottrup, að eitt félag eigi að
reka hér verzlun og hverfa eigi frá að skipta landinu i
verzlunarumdæmi. 1 9. gr. álitsgerðarinnar leggja þeir
til, að íslendingar minnki til muna framleiðslu á harðfiskh
en taki þess í stað til að salta fiskinn og verka eftir Ny-
fundnalandsaðferð (Terreneufaðferð), og þannig muni
fást ólíkt meira verð fyrir fiskinn en ef hann sé hertur
og auk þess mundi með þessum verzlunarmáta skapast
mikil vinna fyrir kaupstaðarfólk, en þeir gera ráð fyru*>
að hér myndist kaupstaðir. Fiskverkun sú, sem Klog og
Keysen minnast á, var ekki tekin upp hér á landi fyrr en
60 árum síðar og þá aðeins í litlum mæli fyrst í stað. Vafa*
lítið hafa Islendingar liðið mikinn fjárhagslegan baga við
það, að eigi skyldi í þessu efni farið að ráðum þeirra tvi-
menninganna. Klog og Keysen ræða nauðsyn þess, að ÍS'
lendingar stundi fiskveiðar á þilskipum, því að það munh
ef rétt verði á haldið, reynast bezta og öruggasta leiðin
til þess að bæta hag landsmanna. Benda þeir á, að f jöldi
erlendra skipa stundi hér veiðar 4—6 mílur undan landi
og kappfiski þar oft á sama tíma og Islendingar verði a
dorga á sínum litlu og óhentugu fleytum upp undir land'
steinum og fái varla í soðið. Klog og Keysen telja, að e
þjóðin hafi trú á því, að þilskipaútgerð geti náð hér veru-
legum framförum, þá eigi verzlunarfélagið og landsmen11
að sameinast um þann atvinnurekstur. 112. gr. álitsgerðar-
innar er vikið að því, að Islendingar séu mjög námfúsV’
margir séu þeir lesandi og sumir ágætir skrifarar og reikn
ingsmenn, en eigi að síður þurfi að auka almenna fræðs ^
hér á landi. Áherzla er lögð á, að stofnaður verði sj°
mannskóli, því að án nægilegrar þekkingar í sjómanna
fræðum geti Islendingar ekki stjórnað þilskipum, en þa