Saga - 1971, Blaðsíða 158
156
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
þeim mannfjölda, sem nú er í landinu? Er æskilegt, að
þjóðinni fjölgi meir en þegar er orðið? Hann svarar fyrri
spurningunni játandi, en þó ekki varúðarlaust. Þeirri síð-
ari treystist hann ekki til að svara á annan veg en neit-
andi. Að hans dómi hlýtur meiri fólksfjölgun að verða að
gerast mjög hægt, ef ekki eigi af að hljótast vandræði.21
Þegar Bjarni Þorsteinsson birti þessar skoðanir sínar, voru
landsmenn um 54 þúsund.
Guðmundur Scheving í Flatey, sem var einn af frum-
kvöðlum íslenzkrar þilskipaútgerðar, segir aftur á móti:
„-----Fólkið fjölgar óðum í landinu, og virðist það
benda til, að menn leitist við í tíma að auka bjargræðis-
vegu sína og fjölga þeim, því það er of seint, þegar fólkið
er komið 1 örtröð og harðna tekur í ári.-----Þótt hafið>
sem umgirðir land vort, geymi mikla björg og mikil auð-
æfi, höfum vér þó hingað til eftirlátið útlendum þjóðum,
Hollendingum og Frökkum, að sækja þessa björg og þesS1
auðæfi í náðum. Þeir hafa vitað, að vér sátum í fjörustein-
unum og höfðum eigi áræði til að fara nema með annau
fótinn út í sjóinn, og því hafa þeir komið siglandi hundr-
uðum saman, með hús sín og heimili, sunnan úr heimn
til að sækja auðæfin til vor, á meðan vér sitjum í fjörunm
og sjóðum vorn litla feng og horfum á þá með undrun
og lotningu.-----Á bátum má kalla, að maður hafi annan
fótinn í f j örusteinunum, en á þilskipum hefur maður hus
og heimili á sjónum. Þá er maður eigi bundinn við vissan
stað á landinu, heldur fer maður og flýgur umhverfis lan
ið og út í reginhaf, eftir ásigkomulagi og geðþekkni. Ma
ur þarf því eigi að vera fisklaus í einni veiðistöðu, þ° a
veiðiskapur leggist þar frá um tíma, því þá leitar maðu1
þangað, sem veiðskapur er fyrir. ,
------En það er sönn gleði og bót í máli, að vor ð
sýnir nú meiri framkvæmd og áræði í veiðskapnum en |nn
ar undanförnu, því þó það megi eigi heita nema byrjun
in, þá sýnir hún þó, að þjóðarandi vor sé kominn a
meirl
hreyfingu en áður.------Það er eigi auðvelt að sja 1 y*