Saga - 1971, Page 160
Sjóslysaárin miklu
Við rannsókn á þeim tíðindum, sem nú verður fjallað
um, er stuðzt við 10 annála, sem ritaðir voru af mönnum,
er voru uppi allt tímabilið 1685—1704 að tveim undanskild-
um. Annar dó fyrir miðju þess, 1691, en hinn fæddist ekki
fyrr en það ár.
Annálarnir eru líka ein meginheimildin að ritgerð minni
liér að framan, en hrykkju þar skammt einir, og engin tök
væru á, nema í oflöngu máli, að ljúka þar af gagngeru gildis-
mati heimildanna allra. Til uppbótar því skal nú minnzt
á, hver skilyrði annálsritarar þessir höfðu til að geta farið
rétt með fregnir af skiptöpunum. Þótt suma þeirra kunm
að greina þar á um ýmis atriði, má oft komast nærri hinú
rétta við samanburð, líkt og við samanburð blaðafrétta nu-
Einn bætir upp það, sem á kann að vanta hjá öðrum. Verið
getur, að hvergi sé frá atburðinum greint nema í annálum,
þótt hann gerðist ekki fyrr en á 17. eða 18. öld, og saxnt
megi enn fá af honum trúverðuga mynd, þegar kannaðar
hafa verið allar frásagnir í heild. Heimildargildi annála
því oft ærið mikilvægt.
Sumir af annálariturunum virðast hafa skráð frásagnU
af atburðum sama árið og þeir áttu sér stað. Sjö af þessum
annálum ná yfir allt þetta 20 ára skeið, einn endar 1703»
einn tekur aðeins yfir þrjú ár þess, 1685—1687, og sá þriðÞ
yfir árin 1700—1706. Af höfundum þessara annála eru
búsettir á Norðurlandi, og er einn þeirra í Eyjafirði, tveif
í Skagafirði og hinn fjórði í Húnaþingi. Aðrir fjórir erU
á Vesturlandi, eða nánar tilgreint einn við Isafjarðardjup,