Saga - 1971, Page 161
SJÓSLYSAÁRIN MIKLU
159
tveir í Borgarfirði, en einn á heima í Breiðafirði og á Snæ-
fellsnesi. Loks eiga tveir heima í Gullbringu-og Kjósar-
sýslu.
Eins og upptalningin sýnir, er enginn annálsritaranna
búsettur á austurhelmingi Norðurlands, Austurlandi né
suðurströnd landsins. Á Kjósarannál og Setbergsannál er
Uokkuð að græða um sjóslysin, þótt lítið sé úr þeim að
uafa varðandi aflabrestinn. Það mundi auka traust okkar
a gildi hvers annáls, ef upplýsingar um aflabrögð 1685—
1704 væru þar miklar og réttar. Þar virðist Eyrarannáll
skara fram úr, sem Magnús sýslumaður Magnússon á Eyri
1 Seyðisfirði vestra reit og endar 1703.1 Ennþá nær mestu
utgerðarstöðvum var Breiðfirðingurinn Jón Ólafsson, sem
fluttist á Snæfellsnes og reit Grímsstaðaannál. En hann
tseddist ekki fyrr en 1691, og því er minni stoð í honum en
^lugnúsi á Eyri.
Hér skal ekki fjölyrt um þann mun, sem eðlilega var á
kunnugleik hinna annálsritaranna um aflabrögð víðs vegar
Vlð land, en meira kannað, hvernig þeim ber saman í frá-
sögnum sínum af sjóslysunum miklu. — En áður en að því
horfið, vil ég víkja að einungis einu dæmi allglöggu um,
vernig annálsritarar geta leitt í ógöngur, en aðrar sam-
lrnaheimildir komið manni úr þeim.
Séra Ari Guðmundsson á Mælifelli í Skagafirði hefur
^áð í annál sinn við árið 1700: „Fjórum dögum eftir
uaríumessu fyrri, sem var 20. og 21. Augusti, gerði ofsa-
Veður með veltubrimi, regni og miklu fjúki, að (sic) á
s.lavarsíðu í Hegranessýslu lömuðust og brotnuðu yfir 30
®kip, stór og smá. Skemmdust og brotnuðu skip á Eyja-
ii'ði og víðar“. — Meinlegt er, að frumtexti séra Ara er
f ataður og hin eina afskrift, sem kunn er (eftir G. K.),
wkir ótraust.2
Víst virðist sem hér sé um annálsverðan atburð að ræða,
°g vegna hans gat afkoma fjölda manna verið í húfi. En
fera Eyjólfur Jónsson á Völlum í Svarfaðardal, sem var
^dórnsmaður mikill og í hópi hinna skilbeztu annáls-