Saga - 1971, Side 162
160
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
ritara, víkur ekki að þessu fárviðri né skipatjóni einu
orði, og sama er að segja um Pál Vídalín í Víðidalstungu.
— Hvort er líklegra, að annálshöfundur (eða Gísli Kon-
ráðsson, eftirritari) sé þarna að skálda eða Páll Vídalín
og séra Eyjólfur á Völlum hafi ekki haft spurnir af þess-
um atburði eða þeim hafi ekki þótt hann annálsverður?
Miðað við annað efni, sem varðveitt er í annálum Páls
og séra Eyjólfs, má það teljast með ólíkindum, að þeir
segðu ekki frá þessum atburði, þar sem hann gerist að
telja má á bæjarhlaðinu hjá þeim. Ef ekki kæmi annað
til, mundi ég eigi treysta mér til að skera úr, hvort meta
ætti meir til heimildagildis, þögn þeirra tvímenninganna
eða frásögn og lýsingu séra Ara.
Þann 4. júlí 1701 þingaði sýslumaður Skagfirðinga, Þ°r'
steinn Þorleifsson á Víðivöllum, við Vallnalaug, en þar
var þriggja hreppa þingstaður, og var tilgangurinn að
taka þingvitni um ástandið í sýslunni. Um það var síðan
samin skýrsla, sem er á dönsku, en í henni segir m. a-
þetta í íslenzkri þýðingu:
„Dagana 20. — 21. ágúst árið 1700 gerði mikið ofsa'
veður á Norðurlandi. Brotnaði þá mikill fjöldi báta eða
mestur hluti bátanna í sýslunni og víðar í NorðuramtinU-
Þó að guð vildi gefa björg úr sjónum, getur fólk ekki borið
sig eftir henni vegna bátaleysis. Það hefur ekki efni á a
kaupa við til viðgerðar, enda er timbur ekki heldur fáan-
íegt".
Undir þessa skýrslu ritar sýslumaður, 6 bændur og 0
prestar ásamt prófasti, sem er séra Ari Guðmundsson,
höfundurinn að þessari frásögn Mælifellsannáls.3 —-
þessum hætti reynist stundum unnt að sannprófa heimilda'
gildi annála.
1 Kjósarannál, sem Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörð
ur telur að Einar Einarsson prófastur í Görðum á Álfta
nesi hafi skrifað, segir þannig við árið 1685: . .
„Meintist síðan Island var byggt, að ei mundu fleirl